Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 16

Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 16
100 VÉRSLUNARTÍÐINDI nú meir og meir inn- og útflutninginn með höndum, verður smám saman hægra að út- vega vörurnar frá framleiðslulöndunum og koma ís!. afurðunum til neyslulandanna. ís- lensku heildsalarnir hafa þannig að nokkru leyti komið í stað erlendu heildsalanna og umboðssalanna, sem ísl. smásalarnir fengu aðallega vörur sínar frá. Þessi breyting hefur ef til viil dregið eitthvað úr við- skiftum á milii Danmerkur og íslands á síðari árum, einkum þar sem Darrir nota lítið sjálfir ísl. afurðirnar, heldur kaupa þær til þess að selja þær öðrum. ViðsTciftin við Danrnörku: Jeg tel því engan vafa á, að ísland getur haft hagn- að af því að kaupa meira af vörum frá Danmörku, ef verksmiðjurnar eða heild- salarnir- hefðu búsetta umboðsmenn á ís- landi eða ef þeir hefðu bein sambönd við íal. heildsalana. En í þessu efni hafa ýms ver8Íunarhús verið of íhaldssöm og haldið gömlu verslunarvenjunum. Jeg ætla að leyfa mjer að koma hjer fram með yfirlit yfir verslunarviðskiftin á milli Danmerkur og Islands á síðustu árum, sem sýnir að innfiutningur frá Dan- mörku til Islands hefur aukist nokkurn- vegin hlutfallslega við annan innflutning, en útflutningur ísl. afurða til Danmerkur hefur aftur á móti minkað eins og áður hefur verið tekið fram. Inn- og út- flutn. samtals Viöskifti við Þanmörku. innfl. útfl. innfl. útfl. innfl. útfl. 1000 kr. 1000 fr. 1000 kr. pct. pct. 1909 9.876 13.129 4.698 4.704 47.6 35.8 1910 11.323 14.406 4.870 4.759 43.0 33.0 1911 14.123 15.691 6.143 5.259 43.5 33.5 1912 15.347 16.558 5.806 6.367 37.8 38.5 1913 16.718 19.128 6.360 7.404 38.0 38.7 1914 18.111 20.830 7.145 8.274 39.5 39.7 1915 26.260 39.633 11.355 15.142 43.3 38.2 1916 39.184 40.107 14.975 4.002 38.2 10.0 1917 43.466 29.715 15.931 554 36.7 1.9 1918 41.028 36.920 10.899 810 26.6 2.2 1919 62.566 75.014 18,156 14.460 29.0 19.3 Inn- og út- flutn. samtals Viðskitti við Danmörku. innfl. útfl. innfl. útfl. innfl. útfl. 1000 kr. 1000 fr. 1000 kr. pct. pct. 1920 82.301 60.512 26.266 8.097 31.9 13.4 1921 46.065 47.501 20.820 7.151 45.2 154 1922 52.032 50.599 19.943 7.562 38.3 14.9 1923 ca. 50.00 58.000 1921 ca. 60.00 80.000 Ef Danmörk haguýtti sjer betur ísl. af- urðirnar, mundi innflutningur frá Dan- mörku til íslands án efa aukast að mun. Eitt er enn, sem jeg ætla að leyfa mjer að taka fram, er að mínu áliti hefur mikla þýðingu fyrir þessi viðskifti, það eru vörulánin. Af ýmsum ástæðum er ekki hægt að komast hjá því í ísl. veráíúninni að fá vörur að láni, og venjuiega er þetta til þess að auka viðskiftin. En um leið og þess má geta að danskir kaupmenn hafa komið mjög vel fram í þessu efni, verður því miður einnig að viðurkenna, að þeii’ hafa oft orðíð fyrir tapi vegna óreiðu ísl. viðskiftamannanna. Þetta tap gerir vör- urnar ayrari og skilvísir kaupendur verða að greiða mismuninn. Fjarlægðin milli landanna á nokkurn þátt í þessu, þar sem viðskiftamennirnir þekkja hver annan svo litið persónulega. En aðal orsökin mun vera sú, að danskir kaupmenn eru ekki nógu varasamir og eru sjer ekki út um ábyggilegar upplýs- ingar. Væri hægt að koma á samvinnu til þess að útrýma slíkri óreiðu, mundi það verða mjög þýðingarmikið fyrir viðskiftin. Mjer er óhætt að fullyröa, að vjer ísl. kaupmennirnir erurn ávalt reiðubúnir til viðskifta við vora velmetnu dönsku stjett- arbræður, þar sem hagnaður getur verið gagnkvæmur. Jeg leyfi mjer svo að lokum, að æskja góðrar samvinnu og aukinna versluuarvið- skifta til ánægju og gagns fyrir báða hlutaðeigendur.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.