Verslunartíðindi - 01.10.1925, Qupperneq 10

Verslunartíðindi - 01.10.1925, Qupperneq 10
Í08 VÉRSLUNARTÍÐINDI komið versluninni inn á nýjar brautir, bæði með auknum viðskiftum víða erlend- is og sundurliðun í ýmsar verslunargrein- ar. Áður hefðu ísl. kaupmenn og framleið- endur haft umboðsmenn í Danmörku. — Hefðu margir þeirra verið duglegir og heiðarlegir menn, er voru kunnugir ísl. viðskiftalífi og ættu íslendingar þeim margt upp að unna. Ymsir þeirra hefðu að vísu ennþá viðskifti við ísland, en ísl. verslun- in hefði smámsaman færst í beinan inn- og útfiutning. Hvað lánsverslunina snerti, taldi ræðu- maður að þyrfti að koma á fót upplýs- ingaskrifstofu á íslandi og mætti með þvi komast hjá mörgu, er aflaga færi í þessa átt. Á stríðsárunum og eftir striðið komu ýmsar nýjar verslanir, sem ekki hafa far- ið nógu gætilega með lánstraustið, bætti ræðumaður við. Vjer höfum orðið þess varir, að rjettartilfinningin hefur dofnað á þessu sviði, en slíkt mun brenna víðar við en á íslandi. En oss íslendingum er það áriðandi að halda því trausti, er vjer liöfum aíiað oss. Yfir höfuð ættu kaup- menn að gjöra sjer far um að aíla sjer sem bestra upplýsinga áður en þeir lána vörur til íslands. H. Hendriksen þingm. sagði að frum- mælandi hefði getið þess að danskir kaup- menn yrðu fyrir tapi vegna óreiðu ísl. kaupmanna. Taldi hann aðalorsökina þá, að á stríðsárunum og næstu árum eftir hefði fjöldi umboðssala ferðast um á Is- landi og fengið kaupmenu til þess að taka á móti meiri vörum, en þeir hefðu þurft á að halda og sem þeir hefðu svo ekki getað borgað; mættu dönsku kaupmenn- irnir þvi sjálfum sjer um kenna. Ræðumaður sagði sjer hefði verið ánægju- efni að heyra gamlan vin sinn Aug. Flyg- enring fara svo hlýjum orðum um gömlu dönsku verslunarhúsin. Sagðist hann geta endurgoldið með því að segja, að þessi verslunarhús yrðu sjaldan fyrir skellum hjá viðskiftavinum sinum á íslaudi; vjer vitum að þeir vilja fullkomlega borga hverjum sitt. Stofnun upplýsiugaskrifstofu taldi ræðu- maður þarflegt. Að vísu þyrftu gömlu verslunarhúsin þess ekki, en væri gott fyrir byrjendur, er vildu afla sjer við- skiftamanna. Fyrir þá getur þetta orðið til hagnaðar og ættu Danir að styðja að þvi að þessi hugmynd komist í fram- kvæmd. Formaður Grosserer Societetets Komite tók í sama streng. Taldi hann upplýsingaskrif- stofu á íslandi, geta orðið til gagns, þar eð hægast væri að fá ábyggilegar upplýs- ingar hjá kunnugum mönnum. Annars taldi liann að danskir kaupmenn þyrftu ekki að kvarta yfir viðskiftum við ísland; ef þeir væru óvarkárir gagnvart alókunn- ugum mönnura, mættu þeir sjálfum sjer um kenna, ef þeir yrðu fyrir tapi. Sagði að Grosser Sociotetets Komité myndi veita upplýsingaskrifstofunni þær upplýsingar, er það gæti. Næsti frummælandi var Thor E. Tu- liníus stórkaupmaður og var ræðuefnið: Með Iwerju verða viðsláfti d milli Dan- merkur og Islands aúkin? Mjer hefur veist sú virðing á þessu fyrsta dansk-íslenska verslunarmóti að vera boðið sjálfvalið ræðuefni um eitthvert sam- eiginlegt hagsmunamál milli Danmerkur og íslands, og er jeg ekki síst sem lslend- ingur þakklátur fyrir. Undirstaða viðskifta á milli landanna eru vöruviðskiftin, og hef jeg því valið umræðuefnið: Með liverju verða viðskifti a milli Danmerkur og Islands aukin. Verður þetta að sjálfsögðu ekki nema lítið ágrip vegna hins nauma tíma, sem hverjum ræðumanni er ákveðinn. Þegar isl. sýningin var haldin í Khöfn

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.