Verslunartíðindi - 01.10.1925, Qupperneq 12

Verslunartíðindi - 01.10.1925, Qupperneq 12
VERSLUNARTÍÐINDI iió aðeins 5% koma frá Danmörku af þeim 10 smál. sem fluttust til íslands árið 1922. Þá get jeg tekið fáeinar neysluvörur t. d. og minst á, að vjer ættum að geta látið af kendi meira en 10% aí skófatn- aði og meira en 7% af olíufatnaði, sem vitanlega er mikið uotaður hjá þjóð, þar sem aðalatvinnuvegurinn er fiskiveiðar.— Þá má einnig minnast á cement. Árið 1922 voru fiuttar um 5 þús. smálestir af þeirri vöru til Íslands. Og þegar tekið er tillit til þe3s að danskt cement er viður- kent sem einhver besta cementstegundin, er það lítið, að aðeins helmingur af þess- um innílutningi var frá Danmörku. Of lítið er einnig, að ekki nema um 25% kom frá Danmörku af þeim 250 smál. af skipshrauði, sem fluttist til íslands árið 1922. Islenslcar útflutningsvörur eru svo kunn- ar hjer að jeg þarf ekki að segja mikil deiii á þeim. Þar eð ísland hefur ágætan markað fyrir fisk sinn á Spáni og Italíu, (1922 fluttust til Spánar og Italíu fyrir nálægt 24 milj. kr.) er ef til vill ekki liægt að auka þau viðskifti hjer, þó nokkrar sveit- ir sjeu hjer þar sem saltfiskur er varla bragðaður. Aftur á móti er ástæða til að minnast á hve lítið selst hjer af jafn góðri vöru og söltuð síld og ísl. saltkjöt er. Á meðal aflaári koma um 250 þús. tn. af ísl. síld að meðtöldum afla Norðmanna við ísland, og þar aem árlega er neytt að minsta kosti 200 þús. tn. i Svíþjóð, seljast tæpar 15 þús. tn. til neyslu hjer í Danmörku. ísl. síldin er alment viðurkend sem ágæt vara og einhver feitasta síld sem til er, þar sem isl. sumarsíld hefur um 20% fitu- efni. En það ætti að seljast mun meira af þessari hollu og góðu fæðu. ísl. sildarsalan er eitt af þýðingarmestu atriðum £yrir fjárhag landsins. Aflinn er stundum svo mikill að meira er saltað en hægt er að selja til Svíþjóðar, þar sem aðalmarkaðurinn er; jafnvel komið til tals að gjöra einhverjar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir of mikla söltun. Ef Danmörk gæfi hagnýtt sjer þrisvar til fjórum sinnum meira af síld en hún gerir nú, mundi það ekki aðeins vera til hagnaðar fyrir ísland, heldur einnig fyrir dönsku þjóðina; en þá mætti smásöluverðið lieldur ekki vera eins ósanngjarnt og nú, heldur aðeins tekinn hæfilegur kaupmanna- gróði. Þetta sama má segja bæði um salt- fisk og síld. Saltfiskur kostar nú í búðum helmingi meira en gefið er fyrir hann á höfn á íslandi. Þá taka smásalar 40—45 aura fyrir stk. af ísl. síld, en tunnan með 250—270 síldum kostar hingað komin um 40 kr., eða 15 aura síldin. Takmörkun á verðlagningu mundi styðja mikið að því að auka söluna. Nokkuð svipað má segja um ísl. kjötið. Útflutt er ef þvi árlega um 30 þús. tunn- ur, en í mesta lagi selt hjer 3—4 þús. tunnur. Að vÍ3u hefur kjötsalan aukist dálítið á síðustu árum, en er þó ennþá altof lítil. Þetta stafar ef tii vill eitthvað af því, að ekki fór sem best orð af ísl. kjötinu áður fyr. En á þessu er orðin afar mikil breyting til batnaðar, eins og segja má yfirleitt um Isl. afurðir. íslendingum er það orðið metnaðarmál, að flytja aðeins út 1. fl. vörur. Megnið af íslenska útflutn- ingskjötinu er dilkakjöt og fer slátrunin fram í sláturshúsum með eftirliti dýra- læknis. öllum sem bragða ial. dilkakjöt þykir það mjög ljúffengt. Að mínu áliti mætti gjöra ýmislegt til þess að auka söluna. Mjer íinst það óheppi- legt að islenska kjötið, sem er ljúffeng fæða, Bkuli ekki vera til sölu hjá mat- vöruverslunum og í slátrarabúðum, heldur eingöngu í línvörukjöllurum, þar sem kjöt-

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.