Verslunartíðindi - 01.10.1925, Qupperneq 13

Verslunartíðindi - 01.10.1925, Qupperneq 13
VERSLUNARTÍÐINDI 111 ið er selt um leið og lýsi og tjara o. 8. frv. Það þarf að leggja kapp á sölu ísl. afurða, og 8ýna um leið hve mikið næringargildi þær hafa samanborið við verðið. Um leið og jeg lýk máli mínu, vil jeg draga saman það sem að minu áliti skift- ir máli, þegar ræðir um aukin vöruskifti milli landanna. Okkur kaupmönnum er það sjerstaklega ijóat, að vöruskiftin verða að byggjast á því að báðir aðilar hafi hag af viðskiftun- um. Á slíku verslunarmóti sem þessu, þarf að athuga vel: Hvort verslunarstjettinni og neytendum sje nægilega kunnugt verð og gæði vöru þeirrar, sem löndin fram- leiða. Þetta þarf að rannsaka ýtarlega, upplýsa því næst vel og loks leggja kapp á söluna. Að því er snertir isl. afurðir þarf sjerstaklega að beina athygli fólks að vöruvönduninni, sem hefur verið bætt mjög á siðastl. 10 árum. Aukin vöruvönd- un á isl. afurðunum hefur ekki verið aug- lýst nægilega í Danmörku, en jeg tel víst að ef þetta væri upplýst mætti það verða til þess að auka viðskiftin, sjerstaklega á ísl. síld og saltkjöti. Að því er danskar vörur snertir, þyrfti að ránnsaka miklu fleiri vörugreinir. í því efni má byggja á hagskýrslunum íslensku; 8em eru mjög nákvæmar. Jeg tel víst að slik rannsókn mundi leiða í ljós að mikið má auka sölu á vörum frá Danmörku til xslands, með því að leggja alúð við að upplýea framfarir þær, sem dönsk fram- leiðsla og verslun hafa tekið«. Frh. Utlönd. Danmörk. Yfirlit yfir fjármál og atvinnumál Dana I 8eptembermánuði 1925 frá sendiherra Dana. Meðalskráning á sterlingspundum og dollurum var nokkru lægra i september en i ágúst; gullvirði krónunnar um 90 aura. Útlán Þjóðbankans og þriggja prívat- bankanna minkaði í september, þjóðbank- ans um 16. milj. kr., en prívatbankanna um 26 milj. kr. Innlagsfje hefur minkað á sama tíma hjá prívatbönkunum um 19 milj. kr. — Seðlaumferðin hefir minkað i mánuðinum um 12 milj. kr. og er nú 430 milj. krónur. Verðbrjefa og hlutabrjefaviðskifti voru talsverð í september. Verðbrjefaviðskiftin voru vikulega að meðaltali 5.5 milj. kr, en hlutabrjefa 2.2 milj. kr. (í ágúst 4.8 og 1.5 milj. kr.). Verðbrjefaskráning fór hækkandi, sem eðiilegt er, þar sem þjóðbankinn lækkaði tvívegis forvexti, 24. ágúst úr 7 niður í 6°/0 og 7. sept. úr 6 niður í ö'l2°l0. Hluta- brjef hafa aftur á móti farið lækkandi, einkum skipabrjef og brjef í ýmsum iðn- aðargreinum. Verslunarjöfnuðurinn má teljast hag- stæður í ágúst. Innflutningur nam 163 milj. kr., en útflutningur 162 milj.kr.,svo innflutningur var ekki nema 1 milj. kr. fram yfir útflutning, en sá mismunur var 9 milj. kr. í ágúst 1924. Lægri tala bæði á innflutningi og útflutningi í ár, heldur en í fyrra, kemur aðallega af krónuhækk- uninni, þar sem vörumagnið er mjög svip- að og í fyrra. Mánuðina jan,—ág. hefur verið meira flutt inn en út fyrir 85 milj. kr., en í fyrra var þessi mismunur 156 milj. kr á sama tíma. Landbúnaðarvöruútflutningurinn var ekki mun minni í sept. en í ágúst. Vikuútflutn- ingur var að meðaltali: Smjör 22635 hkg. (ág. 23937), egg 936300 tvítugir (999300), flesk og svín 33671 hkg. (32053), kjöt og búfje 6589 hkg. (8250). Verðið var aftur á móti heldur lægra í sept. en í ágúst. Lækkunin er þó varla meiri hvað flestar vörutegundír snertir en sem svarar lækk- uninni á sterlingspundinu. Meðalverð á viku var: Smjör 411 kr. (ág. 418) f. 100 kg., flesk 2.06 (2.16) kg., egg 2.05 kg. og kjöt 78 aura kg. (86). Atvinnulausratalan var hærri í septem- ber en á sama tíma í fyrra. Hundraðstal- an var í septemberlok 9.9%. en 5.5% á sama tíma í fyrra. Ríkistekjur af neyBluskatti námu í sept. 13 5 milj. kr. ( Þar af voru 4.1 milj. kr. kr. tolltekjur. í september 1924 voru þess- ar tölur 12.9 milj. kr. og 3.8 milj kr. Noregur. Yflrlit yfir fjármál og atvinnumál Norð- manna í septembermánuði frá norska að- alkonsúlnum.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.