Verslunartíðindi - 01.10.1925, Síða 14

Verslunartíðindi - 01.10.1925, Síða 14
112 VERSLUNARTÍÐINDI Fyratu 3 vikurnar af september mink- aði seðlaumferðin að venju, en óx aftur í lok mánaðarins og varð 371.6 milj.(kr. Samsvarandi tölur síðasta^'ágúst 1925 og síða8ta sept. 1924 voru 378.3 og 389.0 milj. krónur. Norska krónan liækkaði mikið framan af september, en lækkaði aftur undir mán- aðamótin. Gullvirði hennar var siðaata ágúat 78.1, en aíðasta sept. 74.9. Samsvar- andi taia síðasta júlí 67.4. Heildsöluverð hefur haldið áfram að lækka og fjell úr 249 í ágúst niður í 237 í september. Mest lækkuðu vefnaðarvörur. Vöruinnflutningur var minni i ágúst en undanfarna mánuði. Nam í ágúst! 119.6 milj. kr., en í júlí 129.4 og í ágúst í fyrra 126.8 milj. kr. Utfiutningurinn nam í ágúst 87.3 milj. kr, en 78.5 í júlí og 103 7 milj. kr. í ágúst 1924. Gæftaleysi hamlaði fiskveiðunum í sept- ember. Fitusíldaraílinn varð 48947 hl., en var 51627 hl. í sept. í fyrra. Allur aflinri frá júlí—sept. er 140060 hl. (186095). Þar af var fryst 3420 hl., sett í bræðslu 36335 hl. og 73975 hl. saltað til sölu. Makrílveiðar gengu treglega í septem- ber. Aflinn í mánaðalok er talinn 4.4 milj. kg, var 5.6 milj. kg. á sama tíma 1924 og 8.9 milj. kg. 1923. Makrílafli þessa árs samtals metinn um 2.75 rnilj. króna (3.2 1924 og 3.5 1923). Þorskafli við Alasund talinn í sept. 0.2 milj. kg. og metinn 02 milj. kr.; þar með talið 0.1 milj. kg. lúða, 1.49 kr. kg. 442400 kg. af þorski kom í september, er aflaður var við vesturströnd Grænlands. Verðið er 55 aura kg. og nemur því afl- inn kr. 243,320,00.r Síldveiðar við Island hafa gengið vel hvað afla snertir, en verðið hefur verið lágt, 38 aura kg., en 90 aura 1924. í septemberlok voru komnar 166,332 tn. af síld til Noregs. Af þessu voru 10,139 tn. keyptar, en afgangurinn norskur afli. Sumarið hefur verið liagstætt fyrir land- búnaðinn og uppskera góð. Iðnaðarframleiðsla hefur lieldur minkað og atvinnuleysi því meira en var á sama tíma síðastl. ár. Vörumarkaðurinn. Vöruverð fjell yfirleitt í september, þ‘> einstaka vörutegundir hækkuðu í verði. Mest kvað að lækkun á kornvörum. Þær höfðu að vísu farið smálækkandi í nokkra mánuði, en lækkuðu svo ört þegar fyrir- sjáanlegt var um góða uppskeru. I Evrópu verður kornuppskeran mun meiri en í fyrra og meiri en hún var 1923, sem þó var talið gott uppskeruár. Á norðurhelm- ingi jarðar er kornuppskeran talin þessi: Milj. tonn 1924 1925 Hveiti (33 lönd) . , . 81.1 95.5 Rúgur (23 lönd) . . . 31.7 44.4 Bygg (31 land) .... 24.3 29.7 Hafrar (26 lönd) . . . 51.8 56.7 I Bandaríkjunum er talið að hveitiupp- skeran verði 173 milj bushels minni en í fyrra, en Kanada bætir það upp; hveiti- uppskeran þar talin yfir 400 milj. busliels (262 milj. í fyrra). I nóvemberlok byrjar uppskeran í Arg- entínu og Ástralíu; hafa hveitiekrur auk- ist á báðum stöðum og a. m. k. í Astralíu er talið að uppskeran muni verða góð. Rúgur hefur lækkað enn meir en hveiti. Er talið að uppskeran muni verða 38% meiri en í fyrra; einkum er uppskeran talin ágæt í Rússlandi og Póllandi. Talið er að sauðfjáreign í Ástralíu haíi aukist um 9 milj. og ullin þaðan aukist þar af leiðandi um 200 þús. balla og get- ur það haft nokkur áhrif á ullarmarkaðinn. Bómullarupp3keran var talin 15. sept. 1393 milj. ballar (12.60 milj. á sama tíma í fyrra). Mikil samkepni er á járnmarkaðinum, einlcum meðal Þjóðverja annarsvegar og Belgja og Frakka hinsvegar og hafa Þjóð- verjar fært verðið niður. Járn- og stáliðn- aðurinn hefur átt við erfiðleika að stríða á Englandi, hefur eftirspurn verið dauf og verðið farið lækkandi. Kolaverð hefur staðið nokkuð stöðugt. Kolaframleiðslan hefur aukist í Þýska- landi, en farið minkandi á Englandi. Rúss- land er aftur byrjað að flytja talsvert út af kolum.

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.