Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 9

Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 9
 VERSLUNA MÁNAÐARRIT GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRAÐI ÍSLANDS PrentatS I IsafoldarprentsmlOJu. 8. ár. Nóvember—desember S925. II r. 11-12 V eralunartíðindi koma út einn sinni i mánuði venjul 12 biaðsíður — Árgangurinn kostar kr. 4,50. Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs Islands, Eimskipafjelagshúsið Talsími 694 Pósthólf 514 Skaítfrelsi samvinnufjelaga. Skattar á landsmenn bæði til ríkis og sveitarsjóða verða tilfinnanlegri ár frá ári. Sjerstaklega eru útsvörin viðast hvar að verða ærið tilfinnanleg þar sem álagning þeirra er framkvæmd eftir »efnum og á- , stæðum« og svo virðist sem útsvarsupp- hæð sje víðast hvar meira ákveðin eftír ársveltu en eftir ársarði. Verslunarstjettin hefur ekki farið var- hluta af greiðslu skatta, en hefur borið út8varsálagningar með þögn og þoiinmæði eins og aðrar nauðsynlegar álögur, þótt hún hafl mjög vel fundið til þess, að á- lögur á hana sjerstaklega til sveitar- og bæjarsjóða hafi langsamlega yfirstigið á- lögur á önnur atvinnufyrirtæki, — enda mun auðvelt að færa rök að því, að það hafa verið kaupmennirnir, sem hafa borið þyngstu sveitabirgðarnar víðasthvar á Is- landi undanfarin ár í sínu bygðarlagi. — Nú hafa kaupmenn í flestum bygðarlög- um fengið keppinauta, sem eru kaupfje- lögin. — Vitanlega draga þau úr viðskifta- veltu kaupmanna og leiðir af því að gjald- þol þeirra til líkis- og sveitarsjóða mink- ar. — Við þessu væri ekkert að segja ef aðstaða kaupmanna og kaupfjelaga væri bú sama. — En það er síður en svo sje. — Samvinnumenn hafa sem sje með póli- < tísku oíbeldi veitt sjer sjerstöðu i skatta- málum. — I samvinnufjelagslögunum nr. 36 frá 27. júni 1921 er það lögfest, að .kaupfjelög með samábyrgð liafi ekki ein- asta sama rjett og kaupmenn til verslunar- reksturs, heldur meiri rjett bæði að því er útsölustaði snertir, auk þess sem skattur þeirra til sveita- og bæjarsjóða er ekki metinn eftir »efnum og ástæðum« eins og skattur kaupmannastjettarinnar, heldur á- kveðin lág hundraðstala (2%) af virðing- arverði húsa þeirra, er fjelagið notar við reksturinn og útsvar af arði af viðskiftum við utanfjelagsmenn eftir uppgjöf fjelags- ins sjálfs. Hjer er skattgrundvöllurinn allur ann- ar en gildir um kaupmenn og í sjálfu sjer mjög óeðlilegur, — Húseignir fjelaganna þurfa ekki að vera í neinu sanngjörnu hlutfalli við viðskiftaveltu þeirra og tekjur; jeg efast um að nokkurt kaupfjelag hafi svo fullkomna bókfærslu að það haldi að- greindum viðskiftum fjelagsmanna frá við- skiftum utanfjelagsmanna. — Uppgjöf fje- laganna verður því alveg út í bláinn. — En það er einnig aðgætandi, að þar sem kaupmenn verða að greiða útsvar þótt tap hafi orðið á rekstri þeirra, þá er sam- vinnufjelag því að eins útsvarsskylt að arður hafi orðið á viðskiftum við utanfje- lagsmenn. Það liggur þó ekki fjarri að geta sjer þess til, að það muni ekki vera mikill rjómi, sem drýpur frá kaupfjelögum til sveitar- og bæjarsjóða og reynslan hefur

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.