Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 10
VERSLUNABTÍÐINDl 116 sýnt að víðasthvar hafa kaupfjelögin ver- ið svo að segja skattfrjáls. — Af þessu fyrirkomulagi hefur tvent hlot- ist: kaupfjelögin hafa vegna sjerstöðu sinn- ar í skattamálum getað dregið margfalt meiri viðskifti úr höndum verslunarstjett- arinnar~en ella hefði orðið og sú viðskifta- velta, sem til þeirra hefur horfið hefur hætt að vera skattaobject* fyrir sveitar og bæjarsjóði, en af því hefur aftur leitt að álögurnar á kaupmenn og aðra ibúa hafa aukist að sama skaþi, — þar sem yfirleitt hefur verið hægt að koma því við vegna efnahags íbúanna. A einstaka stað horfir beinlínis til stórvandræða fyrir sveitar- stjórnirnar vegna þess að verslun kaup- fjelaganna er skattfrjáls en verslunin hafði á meðan hún var í höndum kaupmanna verið aðal álagningarobjectið. Jeg skal taka eitt dæmi sem sýnirrang- lætið við núgildandi fyrirkomulag. I kauptúni einu hjer á landi er kaup- fjelag og 3 kaupmenn. Kaupfjelagið hef- ur lang8amlega raesta verslun. Árið 1924 námu útfiuttar vörur þess kr. 600,000,00 en útfluttar vörur kaupmanna til eamans kr. 540,000,00. Jafnað var niður kr. 25,000,00. Af þeirri upphæð greiddu íbú- ar hreppsins aðrir en kaupmenn (og kaup- fjelagið) kr. 12,500,00. Afgangurinn kr. 12,500,00 skiftist þannig að á kaupmenn- ina var jafnað Tcr. 11400,00 en kaupfjelag- ið greiddi kr. 1,100,00 i iitsvar. Getur hver maður með óbrjálaðri skyn- semi sjeð hvílikt misrjetti hjer á sjer stað og er hjer aðeins tekið þetta eina dæmi en fleiri lík munu finnast. Það er hart að slíkt misrjetti skuli geta átt sjer stað að lögum, en það er ennþá harðara að það skuli byggjast á lögum, sem ekki eru eldri en frá árina 1921. Þetta getur ekki gengið lengur, Þegar á næsta þingi verður að taka þetta til meðferðar og fá það lagfært. Kanpmenn óska ekki eftir neinum skattaívilnunum umfram aðra menn og eru fúsir á að bera þær birgðar í þjóðfjelaginu, sem þeim ber, en þeir krefjast þess og þeir eiga heimt- ingu á því, að þeir sjeu i skattamálum settir jafnfætis keppinautum sínum kaup- fjelögunum. L. Jóh. Seðlaútgáfan. Frh., Alt þar til stríðið hófst, voru seðlar ís- landsbanka leystir inn með gulli, þegar krafist var, og var því íslenska krónan í gullsgengi. Á árunum 1905—1914 bar ekki á því svo nokkru næmi, að menn sækt- ust frekar eftir gulli en seðlum, enda var seðlaveltu vel stilt hóf eftir viðskiftaveltu, og trygging fyrir seðlunum langsamlega nægileg. Upphæð sú af Islandsbankas'eðl- um, sem í umferð var, komst aldrei fram úr hinum lögheimiluðu tveimur og hálfri milj- ón króna. Fram til ársins 1913 var upp- hæðin aldrei yfir 2 miljónir; hæst var hún til þess tíma í nóvember 1912, kr. 1,751,- 000,00. 1 nóvember 1913 komst hún í fyrsta skifti yfir 2 miljónir, var þá kr. 2,105,185,00. — Að seðlaveltan var ekki meiri, orsakaðist auðvitað meðfi’am af því að fjárhagsframþróun var á þeim árum tiltölulega jöfn, og ekki undii’orpin þeim stórsveifium, sem fram komu á meðan á heimssyrjöldinni stóð og eftir að henni lauk. Þegar heimsstyrjöldin hófst í ágúst 1914, sló, sem eðlilegt var, miklum óhug á menn alstaðar í heiminum. Fjármála- menn höfðu enga hugmynd um hver á- hi’if ófi’iðurinn mundi hafa á viðskifta- og fjármálalíf þjóðanna, og alt lenti á ring- ulreið. Kauphöllum var viðasthvar lokað

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.