Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 15

Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 15
ÝÉRSLUNARTÍÐINDI vel við kaup. Ea tveim hlutum skiptu í ýmislegar kaupferðir. þá er síst ván at alt verði senn fyrir tjónum, en í raörgum stöð- um er fé þitt senn, ok er þá ván helst at í nökkurum stöðum haldist, þó at fjár- háska kunni iðulega at berask«. Þjer þekkið yðar góðu og gömlu höfunda og vitið hve mikinn sannleik þessi góða og gamla kaupsýslubók hefur inni að halda. Þjer skuluð því sem fyrst hugsa um að dreifa áhættunni og skilja að minsta kosti tvo þriðjunga af ísl. afurðum eftir í Kaup- mannahöfn, því þá má vænta að þjerverð- ið ekki fyrir tjóni þó »fjárháskar kunni at beraski í Spáni eða öðrum fjarlægum löndum. Per Dam fiskkanpmaður vakti atbygli ísl. kaupmanna á heilagfiski, sem útfiutn- ingsvöru til Danmerkur og nú kemur frá Noregi. Ræðumaður taldi, að hægtmundi að koma. því frystu á danskan markað, ef rjett aðferð væri notuð. Aug. Flygenring alþm. áleit að eins og nú væri háttað, gæti varla verið um auk- inn matvöruútflutning að ræða frá Islandi til Danmerkur. Samgöngur þyrftu að vera mun betri til þess, einkum þegar um fisk væri að ræða, sem Danir væru mjög vand- látir með. Að þeim fiski, sem selja á í Danmörku verður að vera meira nýja- bragð en hægt er nú eftir 9 daga flutning. Kaupmaðurinn verður að taka tillit til þjóðarsmekksins; honum verður ekki svo fljótlega breytt. Það er talað um hátt verð hjer í smásölu, en »kom til Norge, min Far«, eða öilu frekar tii Sviþjóðar. A báðum þessum stöðum er ísl. síldin dýrari en hjer og í Englandi er ísl. fisk- ur seldur með mjög miklum hagnaði í búð- unum. Best væri að setja tunnurnar í litlar tunnur við hæfi neytanda. Hvað matvöruframleiðsla snertir þurfa Islend- ingar um það eitt að hugsa að vanda vör- Í2Í una eins og hægt er og bíða þess að mönn um fari að geðjast að henni. Seligmann stórkaupm. mintist á hve erfitt væri að fá íslendinga til að selja döuskum neytendum kindagarnir. Kvaðst hafa sjálf- ur reynt það. bæði brjeflega, nokkur hundruð ábyrgðarbrjef og aðeins einu ver- ið svarað, og með því að senda mann til íslands, en árangur orðið lítill. Garnirn* ar væru seldar Þjóðverjum, Englendingum og Ameríkumönnum; Danmörk keypti ár- •lega þessa vörutegund fyrir nokkrar milj- ónir og gæti tekið alla ísl. framleiðsluna og gefið vel fyrir. Skráning ísl. krónu. Frummœlandi Aage Berléme stórJcaupm. Þegar Island öðlaðist sjálfstæði sitt 1 des. 1918, var fáum það ijóst, að landið öðlað- ist um leið sjálfstæða mynt. Framan af bar ekki neitt á þessu, ísl. krónan fyigdi þeirri dönsku fram á árið 1920. Þá má telja að samfylgdinni sje lokið. Islending- ar horfðu á þetta fyrirbrigði í fyrstu með undrun og gremju, en þeir sáu fljótt hina eðlilegu orsök, sem sje að ísl. krónan var algerlega sjáifstæð og óháð þeirri dönsku Síðan hafa verið ýmsar sveiflur á gengi ísl. krónu og stundum ekki svo óveruleg- ar, en jafnan hefir íal. krónan staðið lægra en sú danska. Gengissveiflurnar gera okkur kaupmönnum margan óleik og þeg- ar verðbreytingarnar á vörunum bætast við á kaupmaðurinn tíðum við margaörð* ugleika að etja. Erlend mynt hefur verið skráð í Reykja* vik síðan í júlí 1922. Enda þótt að ekki hafi ávalt verið hægt að fullnægja eftir- spurninni um erlendan gjaldeyri við því gengi, sem skráð hefur verið, má þó segja að gjaldeyrisverslunin hafi gengið þolan- lega og málið komist í sæmilegt horf. Sú stefna, sem ríkir hjer í Danmörku að hefja krónuna upp í gullgengi hefir

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.