Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 16

Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 16
122 VERSLUNAIRTÍÐÍNM einnig byr á íslandi og er beinlínis stefnt að því marki. Mönnum er ljóst, að til þess að hægt sje að ná því takmarki þarf ríkisbilskapurinn að bera sig og er nú stefnt í þá átt. Mönnum er það Ijóst að hækkun ísl. krónunnar geti haft alvarleg- ar afleiðingar í för með sjer fyrir atvinnu- vegina og hefur þvi verið reynt að sporna við stórfeldri hækkun. T árslokin 1924 leit út fyrir að ísl. krón- an myndi hækka stórum vegna góðæris- ins undanfarið, en þá var tekið i taum- ana og henni haldið niðri með sjerstökum ráðstöfunum, en þetta var gert í kyrþey og var almenningi vart kuunugt. Siðan hefir ísl. krónan hækkað, en mjög hægt og skráningunni breytt með alllöngum millibilum. Islensk króna hefir ekki verið skráð hjer í Kaupmannahöfn og er það til mik- ils baga fyrir þá, sem hafa stöðug við- skifti við ísland. Þurfi maður að vita um verðmæti ísl krónu, er ekki hægt að fá upplýsingar um það nema hjá bönkunum og fáeinum víxlurum, sem hafa þekkingu í þessu efni. Oft er þó ósamræmi í svör- unum, svo að það nemur alt að 2% á sama tíraa. Eins og nú er getur það þó ekki talist vandkvæðum bundið að gera kaup og sölu og tryggja sjer ísl. gjaldeyri, en það er þó'erfiðara en þegar um ann- an gjaldeyri er að ræða. Þjið skeður oft að vjer kaupum vörur á Islandi, sem eiga að afhendast þrem mán- uðum eftir að kaup gjörast Vjer þurfum þá að tryggja oss ísl. gjaldeyri, svo að hægt sje að verðleggja vöruna. Jeg tel þvi víst, að það væri okkur til mikils gagns, væri ísl. krónan opinberlega skráð í Kaupmannahöfn. Jeg geri ráð fyrir að ísl. krónan yrði þá einnig skráð í Noregi og ef til vill einnig í Svíþjóð. Jeg tek það því fram, til þess að ekki valdi misskilningi, að þe3si skráning get- ur ekki komist á nema með samþykki ís- lendinga; vjer getum ekki gengið fram hjá þeim í þessu efni og þá ekki annað gjört en sem fer að þeirra vilja. Jeg vænti því að fundurinn aðhyllist þá skoðun að ísl. krónu beri að skrá á kauphöllinni í Kaupmannahöfn og mjer þætti vænt um, ef ísl. bankastjórarnir, sem hjer eru staddir vildu láta skoðun sína í ljósi um þeíta mál. Sigurður Eggerz bankastjóri kvaðst ekki andvígur því að ísl króna yrði opinberlega skráð, en taldi sjálfsagt að ísl. gengis- nefndin fengi tækifæri til þess að athuga málið. Taldi að skráningin gæti komið versluninni að gagni. En gengi krónunn- ar væri dutlungum háð, hækkaði og lækk- aði stundum án þess að hægt væri að gjöra sjer grein fyrir af hverju það staf- aði. Þannig liefði farið með bæði dönsku og ísl. krónuna, sem betur fer færu þær hækkandi. Mætti vonandi búast við, að hækkunin hjeidi áfram þar til gullvirði væri náð. En ræðumaður taldi ekki ó- hugsandi að skráning ísl krónunnar hefði áhrif á ’gengi hennar. ísl. króna hefði farið smáhækkandi; hún væri ekki skráð á sama hátt og danska krónan eftir fram- boði og eftirspurn, heldur eftir áliti geng- isnefndar. Vjer höfum ekki óttast að láta ísl. krónuna hækka, sagði hann, en vjer höfum ekki viljað láta hana stiga örar en atvinnuvegunum hefur verið fært. Þetta hefur verið meginreglan við gengisskrán- inguna og höfum vjer sætt mjög litlum á- kúrum fyrir. Jeg vil fyrst ráðgast við samverkamenn mína í gengisnefndinni, hvort eigi muui stafa gróðabrallshætta af því, ef ísl. krónan yrði skráð í Khöfn, Osló og Stockhólmí, þannig að vjer fengjum engu ráðið um gengi hennar. Að lokum gat ræðumaúur þess, að þetta mál gæti, eins og önnur mál, er hjer hefðu verið borin fram, skýrst betur siðar.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.