Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 18

Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 18
ÝERSLUNARTlÐINDl Í24 Skeytaafgreiðslan ætti einnlg að gauga greiðar en nú á sjer stað, þannig að skeyti, sem lagt er inn á stöð á Islandi kl. 7 e. h. kæmi hingað næsta morgun, en ekki kl. 1 eins og venjulega á sjer stað. Þetta stafar ef til vill af því að símstöðvarnar á Islándi loka svo snemraa, að þeir afgreiða ekki skeytið fyr en næsta dag. Þessu ætti að breyta. I þriðja lagi þyrftu gjöldin að lækka eins og jeg gat um áðan. 1923—24 var taxtinn að meðaltali um 46 aura orðið, í fyrra mánuði 58 aurar og nú 56 aurar. Og þegar hann þannig fer eftir gullfranka ætti að færa hann niður sem fyrst og það að mun. Að þessum óskum ætti að fara, til þess að tryggja betur viðskifti og sambandið á milli Danmerkur og íslands. Fundarlók. Formaður fundarins Ernst Meyer stórkaupm. sleit því næst fundi og gat þess, að fundarmenn ættu ennþá eftir að vera saman í nokkra daga og gætu þá rætt betur áhugamálin sín á milli. Þakk- aði hann ræðumönnum fyrir þátttöku og ísl. fulltrúunum fyrir komuna og Ijet þá ósk í Ijósi að fundurinn yrði að tilætluð- ura notum. U 11 ö n d. Danmörk. Yfirlit yfir fjármái og atvinnumál Dana i októbermánuði 1925 frá sendiherra Dana Danska krónan hefur lítið breyst í októ- ber, dálítil hækkun síðar- hluta^mánaðar- ins. Sterlingspund var að meðaltali 19.70 (sept. 19,77) ogMollar’4,08 (sept. 4,09); er gullgildi krónunnar þá 91,5. Svipað er um bankana að segja, að þar hafa líka litlar breytingar veiið á innlögum og útlánum. Seðlaumferð Þjóðbankans jókst dálítið í mánuðinum eins og jafnan er vant að 1 vera um þetta leyti árs, úr 430 milj. kr. upp í 464 milj. kr. Seðlaumferðin var 495 milj. kr. 31. október í fyrra. Hlutabrjefa og verðbrjefaviðskifti voru nokkru minni í október en mánuðina á undan. Hlutabrjefaviðskifti námu að með- altali l,8 milj. kr., en verðbrjefaviðskifti 3,4 milj. kr. (í sept. 2,2 og 5,5 milj. kr.). Hlutabrjef fóru heldur hækkandi, einkum brjef í stórum erlendum fyrirtækjum. Stafar hækkunin af eftirspurn frá útlönd- um, einkum Frnkklandi. Verðbrjef hafa aftur á móti heldur lækkað, Heildsöluverð hefur fallið í október um 7 stig, úr 186 niður í 179. I sept. hefur útfiutningurinn numið 2 milj. kr. meira en innflutningur; innflutn- ingurinn 146 milj. kr. og útfiutningurinn 148 milj. kr. Yfirleitt það sem af er ár- inu hefur það sem meíra hefur verið fiutt inn en út verið mun minna en í fyrra, 82 milj. kr., en 150 milj. kr. á sama tíma 1924. Þessi misrounur stafar fyrst og fremst af verðlækkuninni og i annan stað minna flutt inn af hráefnum, þar sem iðn- aðurinn hefur átt við marga erfiðleika að stríða. En að útfiutningur hefur skki minkað að sama skapi kemur af því að ekki hefur verið að ráði flutt minna út af landbúnaðarafurðum en í fyrra. Að með- altali var flutt út af þeim á viku í októ- ber: smjör 20,820 hkg. (sept. 22,635), egg 632,700 tvítugir (936,300), flesk og svín 35,625 hkg. (33.671) og kjöt og búfje 6,212 hkg. (sept. 6,589). Meðal vikuverð á smjöri var 417 kr. f. 100 kg. (sept. 411), fleski 197 aura kg. (206), eggjum 254 au. kg. (205) og kjöti 67 au. kg. (78). Mikinn hluta ársins hefur atvinnulausra- talan verið hærri en á sama tíma í fyrra

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.