Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 20

Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 20
Í2Ö VERSLUNARTÍÐINDI ferðurn. Til veiðanna eru eingöngu not- aðir litlir ára og seglbátar. Togarar eru að heita raá óþektir. Veiðarfærin eru net og handfæri. Mönnum er það vel Ijóst að fiskveiðarnar eru i mestu niðurlægingu, og hefur talsvert verið gjört að því á síðari árum, bæði af einstaklingum og hinu op- inbera, að ráða bót á þessu. Sjerstök deiid fyrir fiskveiðar hefur verið stofnuð í »Ministero del Economia Nazionale«. Samtímis hefur verið sett á stofn fiskveiða- ráð.'senr í eru 8 menn og allsherjar eftir- litsstofnun raeð fiskveiðunum. Fje hefur verið veitt til eftirlits, til mentunar fiski- manna, til rannsókna og ritgerða um fiski- veiðamálefni. Akveðið hefur verið að stofna fiskiveiðabanka. Leggur ríkið hon- um starfsfje að nokkru leyti og einnig eiga sparisjóðir að leggja fje inn í bank- ann. Banki þessi á að fá ýmsar ívilnan- ir, svo sem skattfrelsi fyrstu árin. — Fleira ar gert til þess að efla fiskveiðarnar, t. d, innleiða ný veiðarfæði og veiðiaðferðir, byggja ný frystihús, betri hagnýtingu fiskjarins, betri umbúðir og greiða á ýms- an hátt fyrir fiskfiutningi til bæjanna inn i landinu o. s. frv. Allt þetta stuðlar án efa að góðum ár- angri; en sökum þess að fiskur er tregur við strendur Italiu, er hætt við að landið geti ekki fiskfætt sig sjálft. Ítalía verður því framvegis eins og hingað til að flytja inn ferskan fisk, og má án efa selja feikna mikið af fiski í Ítalíu, ef hægt er að koma honum Ó3kemdum þangað og ef verðið er lægra en á innlendum fiski. Bæir þeir, sem hjer koma einkum til greina eru: Milano, Turin, Genua, Bologne Florenz og Róm. Stjórnarvöldum á Italíu er það fullljóst, að landið getur ekki sjáift framleitt næg- an fisk og hefur því verið reynt að stuðla að innflutningi með því að hafa fiskinn tollfrjálsan. Innfiutningur á ferskum fiski hefur átt sjer stað um langan tíma, einkum frá Frakklandi og Tunis. Samkvæmt hag- skýrslunura nam innflutningurinn 1922, 1923 og 1924 tiltölulega, 20,215, 31,141 og 43,487 kvintölum (1 kviutal = 100 kg) og er nálega helmingurinn frá Frakklandi. En nú er Belgía orðin hættulegur keppi- nautur, þaðan fluttust í fyrra 5 þús. kvint- öl, og eru nú orðnar reglubundnar send- ingar þaðan af ferskum fiski. önnur lönd t. d. Danmörk og Þýskaland hafa við og við sent kælivagna með ferskan fisk, en reglubundnar eru þær ferðir ekki ennþá orðnar. í haust voru sendir 2 kælivagn- ar frá Englandi, yfir sundið og svo áleið- is til Genúa og Milano. Og síðastl. vetur sendi nýstofnað ítalskt fjelag nokkra kæli- vagna með fisk frá Cuxhafen til Milano. þessar tilraunir hepnuðust báðar vel. Ferskur fiskur, sem fluttur er til Ítalíu er látinn í kassa með ísstykkjum. Sje flskurinn stór er hausinn skorinn af. Kass- iun með innihaldi má ekki vera þyngri en 80 kg , ef hann á að vera tekinn sem hraðlestarflutningur á ítölsku járnbrauturr- um. Franskir útflytjendur eru vanir að senda fiskinn í kælivögnum til umboðssala ilanda- mærabæjunum, Modano eða Ventemiglia Umboðssalarnir koma svo fiskinumáítalskar hraðlestir og sjá um hann til móttakanda í ýmsum bæjum. Franskir útflytjendur selja fiskinn oftastnær beint til smásalanna Það hefur þótt dýrara að láta kælivagn- ana halda áfram alla leið, vegna þess að ítalskar járnbrautir taka mikið fyrir flutn- inginn heimleiðis aftur. Vitanlega er ekki hægt að komast hjá því að flskurinn skemmist eitthvað við umhleðslu, en þar sem öll ferðin er farin á hjer um bil 20 tímum frá Frakklandi til Iialíu gjörir minna til með þetta rót á fiskinum. Fiskurinn er ýmist seldur eftir reikn-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.