Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 21

Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 21
VERSLTJNARTÍÐINDI 127 ingi þegar hann er látinn beint tii smá- sala eða látinn í umboðssölu, en aldrei á uppboði. Þegar um stórar sendingar er að ræða kemur umboðssala fyrst til mála. Heildsöluverslun í einliverri af stærri borg- unum tekur þá á móti fiskinum, selur hann smásölunum og skilar því er inn kemur að frádregnum umboðslaunum og öðrum útgjöldum. Ileyrst hefur að fisk- urinn frá Englandi, sem getið var um áð- an, hafi verið látinn í umboðssölu. Ýmis- konar þrætur leiðir stundum af umboðs- sölunni, en þess er varla að vænta að nokkrir ítalskir fiskkaupmenn kaupi þessar fisksendingar, svo langt að komn- ar, eftir reikningi, fyr en þeir hafa feng- ið reynslu með söluna. Væri þesskonar fiskur sendur frá Noregi, yrði að senda heilar vagnhleðslur og láta kælivagninn halda áfram yfir landamærin til móttakenda. Sjálfsagt er að fara var- kárlega fyrst í stað og senda ekki meira en einn kælivagn; sennilega ,best að senda hann til Milano, sem liggur næst og er talinn bestí markaðsstaðurinn. Allt yrði nákvæmlega að yfirvega og undirbúa áð- ur lagt væri á stað. Besta leiðin yrði sennilega Osló, Trelleborg, Satsnitz, Berlín (eða Hamborg), Basel, Chiasso, (svissn-ítölsk landamæra8töð), Milano, og mætti komast þessa leið á þremur sólarhringum. Viðvíkjandi flutningsgjöldnm frá Chiasso til Milano hefur konsúlatið í Mílano gefið þær upplæsingar, að ef minst væru send 10 tonn með kælivagninum, mundi flutn- ingsgjaldið verða á suðurleið um 30 lirur pr, tonn, en á heimleið aftur um 40 lírur fyrir vagninn og 100 lírur fyrir tonnið af tómu kössunum. — Þessi flutningsgjöld tel- ur ræðismaðurinn mjög há og ræður til að farið sje fram á einhvern afslátt. Eitt- hvað telur hann líka að mætti draga úr kostnaðinum með því að flytja ávexti, blóm eða annað þessháttar aftur í vögnunum. í Chiasso yrði að hafa einhvern til þess að líta eftir að vagnarnir hjeldu viðstöðulaust áfram til Milano. Hraðlestin er hjer um bil 3 tíma frá Chiasso til Milano. Viðvíkjandi því hvaða fisktegundir er best að senda, má geta þess að fiskurinn, sem var sendur frá Englandi var venju- legur Norðursjáfarfiskur, einkum lúða og þorskur. Síld má aftur á móti ekki senda, þvi lítið mundi verða keypt af henni. Að kunnugra sögn er best að selja á föstudögutn eða á þriðjudögum. Ekki er talið heppilegt að senda fiskinn í venju- legum trjekössum, heldur þarf að byggja sjerstaka vagna og frystistöð á móttöku- staðnum. Sjerstakan rnann þarf tii þess að taka á móti fiskinum, til þess að hann komi ekki frosinn í hendur neytenda, sem venjulegast rnundu þýða hann í volgu vatni eða setja hann frosinn í pottinn. Feitasti fiskurinn er talinn þola ferðalagið best og selst því betur. Toliur er ekki greiddur af ferskum fiski utan bæjartollur i stærri bæjunum, t d. er harin í Milano 30 centimar pr. kg. Verð á ferskum fiski var í fyrra 10 — 16 1. eftir gæðum. Erlendur kornvörumarkaöur Um mánaðamótin október—nóvember keyptu Englendingar míkið af hveiti frá Ameriku. Hafði það áhrif á hveitiverðið, einkum þar sem þeir keyptu einnig tals- vert af hveiti frá Þýskalandi og Póllandi. Orsök þessara hveitikaupa er sú, að talað var um uppskerubrest bæði í Astralíu og Indlandi. Sagt er að Þýskaland hafi flutt j.t fram að áðurnefndum tíma allt að 200

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.