Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 3

Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 3
^iiiiiiiiiiiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii VERSLUNARTIÐINDI1 MÁNAÐARRIT. GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS | Verslunartiöindi koma út einu sinni i mánuöi, venjul. 12 blaösíöur. = Árgangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla: = Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsinu. E: Talsími 694. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiöja h.f. HlilllinillllliilillllllllllilllIllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllilllllllHllllH 13. ár Febr.—Mars 1930 3. tbl. BJÖRN SIGURÐSSON fyrv. bankastjóri. í janúar síðastl. ljest hjer í bænum einn af elstu og merkari kaupsýslumönnum hjer> Bjöm Sigurðsson fyrverandi bankastjóri. Hann var fædd- ur 29. október 1856, og því 74 ára gamall. 16 ára gam- all byrjaði hann á verslun- arstörfum, og var sem versl- unarþjónn, ýmist í Hólanesi eða Blönduósi í 7 ár. Eftir það fór hann til Eskifjarð- ar og var þar verslunar- stjóri i 3 ár. Að þeim tíuia liðnum fór hann utan og var í næstu 3 ár starfs- maður hjá Gránufjelaginu, oj byrjaði síðan að versla fyrir eigin reikning. Var það fyrst umboðsverslun.en síð- an íastaverslun á ýmsum stöðum við Breiðafjörð. — Skömmu eftir aldamótin stofnaði hann umboðs- og heildverslun í Kaupmannahöfn, og ljet aftur af því starfi árið 1910, er hann var skipaður banka- stjóri Landsbankans. Árið 1916 fór hann til London og dvaldi þar i 4 ár, sein erind- reki stjórnarinnar; en er heim kom tók hann aftur við bankastjórastörfum, en að- eins stutta stund, enda var þá heilsa hans mjög farin að bila. — Um haustið 1921 rjeðst hann sem skrifstofustjóri til Versl- unarráðs íslands, en sagði því starfi aftur af sjer snemma á næsta ári og fór til Kaupmannahafnar. Þar dvaldi hann þangað til um sumarið 1925, er hann kom hingað aftur. Björn sál. Sigurðsson var að ýmsu brautryðjandi hinn- ar núverandi íslensku kaup- mannastjettar; sjerstaklega má geta þess, að hann átti mikinn og góðan þátt í því að koma skipulagi á fisk- verslun vora við Spánverja. Á meðan hann var við versl- un hafði hann jafnan hið besta orð fyrir áreiðanleik, og þótti sjer- staklega lipur og aðlaðandi í öllum við- skiftum. Hvers trausts Björn Sigurðsson hefur notið, má sjá af því, er honum var falin jafn vandasöm staða og bankastjóra- staðan við Landsbankann, og þó enn meir

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.