Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 4

Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 4
14 VERSLUNARTÍÐINDÍ af því, er hann var gerður að trúnaðar- manni þjóðar sinnar erlendis á erfiðustu tímum, enda hafði hann þá kosti, sem til þess voru nauðsynlegir, að hann var sjer- lega vel mentaður maður, allra manna prúðastur í umgengni, aðgætinn og sam- viskusamur. Hann hefur verið stjett sinni til sóma og hún má mörgum öðrutn frekar minnast hans með viðurkenningu og þakklæti. Útvegsbanki íslands h.f. Endurreisn íslandsbanka. Þriðjudaginn 1. apríl s. 1. var haldinn stofnfundur í Sjávarútvegsbanka Islands h/f, og rann íslandsbanki um leið inn í hann. — Eins og kunnugt er, var Islandsbanki endurreistur á þann hátt, að ríkið lagði fram 3 miljón króna forgangshlutafje, Hambrosbanki miljón, Privatbanken 1/, miljón og innlendir og erlendir inn- stæðueigendur um 2 miljónir króna. — Auk þess gekk ríkissjóðurinn danski inn á að láta inneign sí'na, 3,9 milj. króna, vera sem nokkurskonar tryggingarsjóð fyrir innstæðum í bankanum. — Þegar öllu þessu hafði verið komið í kring, var svo ákveðið, að hinn endur- reisti banki gengi inn í hinn nýstofnaða sjávarútvegsbanka, er byrjar með 11/, milj. kr. hlutafje frá ríkissjóði þannig, að forgangshlutafje íslandsbanka yrði að venjulegu hlutafje í útvegsbankanum. Fjármálaráðherra setti fundinn og var Ilermann Jónasson tilnefndur fundar- stjóri en Stefán Jóh. Stefánsson hrm. fundarritari. — Var fundi síðan frestað til næsta dags til að rannsaka atkvæðisrjett hluthafa. Miðvikudaginn 2. þ. m. var svo fundi haldið áfram af nýju og skyldi þá setja samþyktir, en var þó frestað til föstudags 4. þ. m. og kosin nefnd til að athuga uppkast það að samþyktum og reglugerð fyrir bankann, er lagt var fram á fund- inum. Á föstudag voru síðan settar samþykt- ir og reglugerð fyrir bankann. — Var þá og kosið í fulltrúaráð. — Komu fram 2 listar, annar af hálfu ríkisstjórnarinnar, og á honum Svavar Guðmundsson, verslfulltrúi, Stefán Jóh. Stefánsson, hrm., Magnús Torfason, sýslum., og Lárus Fjeldsted, hrm., en hinn frá hluthöfum, og á honum Eggert Claessen, bankastjóri. Urðu þeiir því sjálfkjörnir. Endurskoðendur voru kosnir: Halldór Stefánsson, forstjóri, og Björn Steffensen, endurskoðandi. Bankaráðið hjelt fund samdægurs og kaus Svavar Guðmundsson sem formann. Stefán Jóh. Stefánsson sem varaformann og Lárus Fjeldsted sem ritara. Síðan hefir bankaráðið kosið sem bankastjóra Helga Briem, skattstjóra, Jón Baldvinsson, alþm., og Jón Ólafsson, alþm. Afhending íslandsbanka í hendur hinni nýju stjórn hafði ekki farið fram, er þetta er ritað. — í næsta blaði mun verða skýrt ítarlega frá lokun íslandsbanka og því, sem gerð- ist í málinu þar til það var komið í það horf sem nú er, svo og nánar frá stofn- fundi sjávarútvegsbankans. L. J.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.