Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 5

Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 5
VfiftSLUNARTlÐlMDÍ 15 Skaðabætur fyrir atvinnutjón vegna órjettmætra ummæla. (Framh.). Þótt álit lagadeildarinnar vseri ský- laust og þótt bent væri á það ljósum rök- um að hið fylsta samræmi væri í dómum Hæsturjettar um þessi efni, var frv. þó samþykt af stuðningsflokkum núverandi stjórnar og er nú gildandi lög hjer á landi. — Er með samþykt þess stigið stórt spor aftur á bak, því sjaldnast er hægt fyrir mann, isem orðið hefur fyrir tjóni vegna órjettmætra prentaðra ummæla, að sanna, hvert tjón hann hefur beðið. — Jeg get ekki verið prófessorum laga- deildarinnar sammála um það, að Hæsti- rjettur muni skýra orðin „að færa sönn- ur á“ þannig, að hann ljeti sjer nægja líkur. — Byggi jeg þá skoðun á mjög svipuðu orðalagi í aðflutningsbannslög- unum, sem hefur komið undir úrskurð rjettarins, þar sem dæmt var eftir laga- bókstafnum. — Afleiðingin mun því sennilega verða sú, að lög þessi verka algjörlega gagnstætt því, sem þeim var ætlað, og rýra rjettar- öryggi manna og fjelaga gagnvart ó- rjettmætum prentuðum ummælum, í stað þess að auka það, eins og til var ætlast. Ákvæði frumv. um þetta efni er ekki einasta gagnstætt þeirri rjettarvenju, er myndast hefur hjer á landi, heldur brýt- ur það einnig bág við rjettarvenjur og nýjustu lagafyrirmæli þeirra þjóða, sem oss eru skyldastar og líkastar í löggjöf. Á jeg þar sjerstaklega við Norðurlanda- þjóðirnar, þar sem einstaklingum og fje- lögum er í fjölda dóma tildæmdar skaða- bætur fyrir að hafa orðið fyrir órjett- mætum ummælum, ef þau hafa verið hæf til þess að baka t jón, án þess að þeir, sem ummælin voru viðhöfð um, gæti s a n n a ð tjón sitt, hvað þá heldur upp- hæð þess. Þetta sýnir greinilega, hversu óheppi- legt það er, að fela mönnum, sem ekki hafa lagaþekkingu, forstöðu löggjafar, sem er liður í heilu rjettarkerfi (skaða- bótareglurnar), þegar þeir eru svo skapi farnir, að þeir forsmá þá sjerþekkingu, sem hægt er að ná til. Vonandi verður þess ekki mjög langt að bíða, að lög þessi verði afnumin, svo reglurnar um þessa tegund skaðabóta komist í samræmi við alment viðurkend- ar rjettarreglur skaðabótarjettarins bæði hjer og meðal þeirra þjóða, sem oss eru skyldastar um löggjöf. Lárus Jóhannesson. Markaðsfrjettir. Samkvæmt skýrslu Fiskifjelagsins var fiskaflinn á öllu landinu 1. apríl 140.643 skpd., miðað við fullþurkaðan fisk, en var á sama tí'ma í fyrra 114.004 skpd. Birgðirnar voru nú 1. apríl 115.145 sk- pd., en á sama tíma í fyrra voru þær 79.624 skpd. Fiskverð hefir farið mjög lækkandi. Um mánaðamót var gefið hjer fyrir full- staðinn stórfisk á pakkhúsgólfi 32—33 aura pr. kg., og fyrir smáfisk 5—6 aur- um minna. Á Spáni hefur fisksalan gengið greið- lega, og eru þar litlar birgðir nú. Síðustu skeyti frá Miðjarðarhafslöndunum segja fiskbirgðir í Barcelona 700 smál og verð- ið þar 112—115 pes. pr. 50 kg. í Bilbao voru birgðir 1100 smál af ísl. fiski og

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.