Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 9

Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 9
VERSLUNAETÍÐINDI 19 um sjálfum. Innflu'ningurinn hefur aftur á móti breyst lítið, en hann hefur verið i Svíþjóð ca. 100 milj. á ári og í Danmörku ca. 150 milj. Þá má ennfremur geta þess, að í Sví- þjóð hefur verið komið hjer á vjelaiðnaði, þar sem það hefur verið hægt, og þaraf- leiðandi færri, sem fá atvinnu. í Svíþjóð höfðu 5167 menn atvinnu við tóbaksverk- smiðjurnar árið 1920, en 2478 1928, og er það 52°/0 fækkun. En í Danmörku höfðu 6600 atvinnu við tóbaksiðnaðinn 1918, og er það í hlutfalli við fólksfjöldann ca. 430°/0 meira en í Svíþjóð. Þá hafa ennfremur sænskir smásalar haft ca. 17 milj. brúttó- tekjur, en danskir ca. 2 1 milj., og kemur hjer fram ca. 40 milj. mismunur, þegar far- ið er eftir fólksfj lda. Þegar því spurt er að því, hvort Sví- þjóð hafi í nokkra átt haft einhvern hagn- að af tóbakseinkasölunni, verður að svara því neitandi. Þvert á móti er ástæða til þess að ætla, að bæði sænska ríkið og fjöldi sænskra borgara hefði haft fjárhags- legan hagnað af því, ef þar hefði verið sama aðferð höfð og í Danmörku, því vit- anlega eru skilyrðin fyrir svip iðri skatta- pólitík lík í báðum löndunum. Ennfremur verða sænsk'r tóbaksneytendur að greiða mun hærra verð fyrir tóbakið en danskir, og vörugæðin eru einnig lakari í Svíþjóð en í Danmörku. Það sem Svíþjóð því hefur borið úr být- um upp úr tóbakseinkasölunni er þetta: Minni neysla, minni tekjur, hærra verð, lje- legri vörur, brottrekstur nokkur þúsunda verkamanna og mun minni hngnað af söl- unni. Ef byggja ætti á þessari reynslu í landi, þar sem engin tóbaksvinsla er, heldur alt tóbak flutt inn unnið, þá kemur fyrst og fremst það til greina, að þar er ekki ab tala um annan hagnað en þann, sem fæst af sölunnh Áhangendur einkafyrirkomulags- ins munu sennilega segja, að ríkið fái meiri hagnað með þessu móti, með því að taka í sínar hendur þann ágóða, sem innflytj- endur og heildsalar anrars myndu fá, og ennfremur með því að rýra ágóða smásal- anna, og þyrfti þá ekki að hækka vöruna neitt í verði. En á móti þessu mælir fyrst og fremst, að ríkið fer á mis við skattinn frá þessum atvinnurekendum, og í öðru lagi hlýtur stjórnarkostnaður hjá ríkiseinka- sölu að verða margfelt meiri en hjá einka- sölufyrirtækjum. — Þá hefur ennfremur reynslan sýnt, að sú hætta er jafnan yfir- vofandi yfir ríkiseinkasölufyrirkomulaginu, að neyslan fari minkandi, ef ekki er um beinar lífsnauðsynjar að ræða, og sem staf- ar af því, að ekki er jafn vandað til um val á vörunni. Frjáls sala hefur þann kost, að það eru óhjákvæmileg skilyrði til þess að hún geti þrifist, að reynt sje að fá sem vandaðasta vöru, og allra bragða þá leitað til þess að finna eitthvað nýtt, sem vekur meiri eftirspurn, og ennfremur hefur sam- kepni það í för með sjer, að vöruverðið fer svo lágt, sem nokkur tök eru á. Þetta hefur þær afleiðingar, að neyslan eykst. Minkandi neysla er langmesta hættan fyrir einkasöluna, því af henni leiðir það, að það verður að hækka tollana eða að fá ljelega vöru, eða þetta hvorttveggja, ef tekjurnar eiga ekki að rýrna. Ef maður hugsaði sjer að ríkiseinkasala væri lög- leidd í einhverju landi fyrir stuttan tíma, t. d. 2 3 ár, er líklegt að neyslan mundi ekki minka neitt að ráði, ef einkasalan sæi um, að vörugæðin rýrnuðu ekki, en eftir því sem lengur líður, hefur reynslan sýnt, að neyslan minkar. Áhangendur einkasöl- unnar, sem hafa haldið því fram, að þetta væri tekjulind fyrir ríkið, hafa því orðið að gjöra ýmsar ráðstafanir til þess að tekj- nrcar vrnuðu ekki, en þær ráðstafanir hafa aðeins nægt um stundarsakir, þvi neyslan heldur áfram að minka, vegna vöntunar á

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.