Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 10
20 VERSLUNARTIÐINDI framtakssemi og samkepni; tollarnir hækka, varan hækkar í verði, vörugæðin minka og ágóði smásalanna minkar. Þetta er bygt á reynslu. Enski bómullariðnaðurinn. Nálega helmingurinn af ensku útflutn- ingsvörunum eru kol og vefnaðarvörur, og þar sem atvinnuleysi það, sem nú er í Eng- landi, kemur svo mikið af því, að útflutn- ingurinn hefur minkað, er ekki nema eðli- legt að athyglin snúist mest um þessar iðn- greinar. Fyrir bómnll iriðnaðinn hefur árið 1929 verið þýðingarmikið. Tveir hringir hafa ver- ið myndaðir á árinu innan þessara iðn- greina, »Lancashire Cotton Corporation« og »Combined Egyptian Mills«, og kaupdeil- unni lyktaði svo síðastliðið sumar að verka- kaup lækkaði um 6,41 °/0. í Lancashire Cot- ton hringnum eru 71 fjelag, og búist við að fjelögin verði bráðlega 100. í Combined Egyptian Mills eru 14 fjelög, og eiga þau 31 verksmiðju. Hvort þessi launalækkun á sér langan aldur er óvíst, því verkamannafjelögin eru aftur að búa sig til bardaga, og heimta nú mun hærri launahækkun en áður, en at- vinnurekendur hafa hingað til svarað þess- um kröfum algjörlega neitandi. — Miklu fje hefur verið varið til þessara hringmynd- ana, og hefur jafnvel Bank of England, sem annars leggur lítið fje til h'naðarins, stutt mikið að stofnun Lancashire Cotton Cor- poration. Yfir höbið má telja þessar hring- myndanir á meðal þeirra stærstu, sem myndaðar hafa verið. Enski bómullariðnaðurinn reynir nú á margvislegan hátt að ná aftur þeirri að- stöðu, sem hann hafði áður á heimsmark- aðinum, Eitt af því er að spara vinnukraft- inn með því að nota vefstóla, þannig gerða að einn vefari getur sjeð um marga. Hef- ur náðst þannig samkomulag við stjettar- fjelögin, að þau leyfa að sami vefarinn sjái um 8 vefstóla, eins og tíðkast víða í jap- önskum verksmiðjum. Hefur þetta fyrir- komulag reynst vel, þar sem verkamenn- irnir fá á þennan hátt meira kaup, samhliða því sem framleiðslukostnaðurinn minkar. En þrátt fyrir þessar framfarir hefur árið 1929 ekki reynst gott fyrir bómullariðn- aðinn. Samkepnin hefur verið mikil og út- flutningurinn hefur farið minkandi. Yfir höfuð er útlitið ekki glæsilegt. Eftirspurnin vex ekki, þrátt f\ rir það þó verðið sje lágt. Má t. d. geta þess, að síðasta ameríska bómullaruppskeran var talin 15 milj. ball- ar, en búist við að 1 milj. ballar yrðu af- gangs, sem ekki þurfi að nota. Að bómullarvöruútflutningurinn hefur far- ið minkandi á Englandi síðastliðið ár, kem- ur sennilega mikið af því að indverski markaðurinn brást, sem aftur stafar að miklu leyti af stjórnmálabaráttunni, sem nú stendur þar yfir. Hvort þetta breytist þeg- ar henni er lokið er ekki gott að segja um, en ekki er ólíklegt að Asía fari meir og meir að verða sjálfri sjer næg í þessu efni Utflutningurinn til Kína varð einnig minni en menn höfðu gert sjer vonir um, og yfirleitt urðu allvíðast vonbrygði á út- lendabómullarmarkaðinum, nema á Egypta- landi. Þar var búist við tollhækkun og því meira keypt inn en bráð þörf var fyrir. — Bómullarnotkun jókst eitthvað dálítið í Ástralíu, en eftirspurnin á Norðurálfumark- aðinum varð vonum minni. Enski bómullariðnaðurinn reynír því eins og hægt er að draga úr öllum kostnaði, og að þvi miða líka fjelagssamsteypurnar. En erfiðleikarnir eru miklir, og sjerstaklega er samkepnin slæmur þrándur í götu. Einna hættulegasti keppinauturinn er Japan, sem hefur miklu ódýrari vinnukraft, enda hefur

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.