Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 12
22 VERSLUNARTÍÐINDI þessi fjærliggjandi höf, eins og hún á sín- um tima ljet rannsaka þau, sem nær liggja. Nefndin leggur því til, að stjórnin láti þegar byggja rannsóknarskip, sem komi til að kosta 70 þús. sterlings pund, og gangi af því 10 þús. pund til vísindalegra tækja. Ennfremur vill nefndin að árlega sjeu lögð fram 34 þús. sterlingspund í 5 ár til rekst- urskostnaðar. í enskum biöðum er þess getið, að stjórn- in muni taka þessar tillögur til greina. Viðskiftasambönd. Enskt verslunarhús, — Lawser & Olive, 82 83 Lower Tnames street, London, E. C. 3, hefur beðið Verslunartíðindi fyrir eftirfar- andi: »Eins og kunnugt er, eru talsverð við- skifti með hrogn á Billingsgate markaðin- um, og vjer leyfum oss að geta þess, að vjer höfum þar mikil viðskifti. Vfer fáum ekki aðeins mikið sent til umboðssölu frá Noregi og Danmörku, heldur láta einnig aðrir umboðssalar oss selja fyrir sig, bæði frá London, Hull og Aberdeen. Má því sjá, að það er mikill hagnaður að senda hing- að beint, til þess að spara aðra milliliði. Vjer höfum nú síðast selt töluvert af norsk- um hrognum fyrir 7/— pr. stone, en vitan- lega er verðið af ýmsum ástæðum breyti- legt. En það getum vjer fullyrt, að vjer getum ávalt náð því hæsta verði, sem er fáanlegt, og geta menn sannfærst um þetta með því að senda oss eitthvað til reynslu. — Bankasambönd vor geta gefið upplýs- ingar um fjárhagsástæður, og ennfremur getum vjer vísað til meðmæla, bæði frá Danmörku og Noregi. Nú sem stendur er talsverð eftirspurn eftir 1. fl. hrognum. Viðvíkjandi umbúnaði, leyfum vjer oss að benda á þá aðferð, sem hefur gefist mjög vel, að setja hrognin í smáar blikk- fötur, ca. 1 stone, og hafa 6—8 fötur í kassa og íslag á milli. Blikkföturnar er auðvelt að fá, en með þeim útbúnaði helst varan óskemd, og þannig hægara að fá gott verð fyrir hana. Ef hrognin eru látin í venjulega kassa, er hætt við að þau skemmist. Fyrir utan hrognin verslum vjer einnig með ýmsar tegundir af ferskum fiski, og fullvissum um, að vjer munum einnig hvað þá vöru snertir, ná hæsta markaðsverði. Þegar vjer erum búnir að fá nokkra reynslu um það, hvernig viðskiftin gefast með íslensk hrogn, getum vjer símað um verðhorfur, og þannig komið í veg fyrir þá áhættu, sem fylgir þvi, að láta vöruna liggja í umboðssölu, Vjer munum yfir höf- uð að tala gjöra oss far um, að leysa þetta svo vel af hendi, sem framast er unt. Undirrjettardómur. Fyrir nokkru hafa islenskir heildsaiar hjer i bæ myndað með sjer fjelagsskap, sem meðal annars miðar til varnar gegn van- skilum frá smásala hálfu. Hafa þeir gert þá samþykt sín á meðal, að láta hvern- annan vita, ef þeir verða fyrir vanskilum, og þá jafnframt skuldbundið sig til að láta þann, er á vanskilaskrá kemst, ekki fá neitt vörulán, fyr en hann hefur gert skil fyrir því, er hann skuldar. Nú nýlega komst kaupkona ein hjer í bæ á vanskilaskrá fjelagsins. Þóttist hún verða hart úti vegna áðurnefndra sam- þykta, og höfðaði því mál á móti Fjelagi isl. stórkaupmanna. Fjell dómur i því máli 30. janúar síðastl. Og vegna þess að hjer er um stefnumál að ræða, álíta Verslunar-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.