Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 15

Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 15
Vérslunartíðind: 25 fór að komast á trjeiðnaðinn tók hann mjög hröðum framförum, og það svo, að um aldamótin var farið að tala um, að ekki mætti auka skógarhöggið, svo að landið biði tjón af. Trjáviðarútflutningurinn þaðan hefur heldur ekki aukist á síðari árum, en meiri stund lögð á að vinna útflutningsvörur úr trjáviðnum, svo sem trjákvoðu, pappír og fleira. Járniðnaðinum hefur heldúr hrakað á síð- ustu árum í Svíþjóð. Framleiðslan verður dýr, vegna þess að innlendu steinkolin eru dýr, og er því mest stund lögð á að fram- leiða góða vöru. Aftur á móti hefur vjela- iðnaðurinn tekið miklum framförum. Samtals er árleg verksmiðjuframleiðsla í Svíþjóð talin nú að nema 4,2 miljarða kr. á móts við 1,1 miljarð krónur 1913. í Noregi hefur trje- og málmiðnaður tek- ið talsverðum framförum, en vjelaiðnaður- inn er á fremur lágu stígi, og kveður ekk- ert að honum utan Noregs. Aftur á móti er mikill niðursuðuiðnaður í Noregi, og ennfremur unnið talsvert af aluminium. Þá má einnig geta þess, að framleiðsla af á- burðarefnum er þar mikil. Danski iðnaðurinn stendur mjög að bakí iðnaðinum í Svíþjóð, og veldur þar miklu um skortur á hráefnum innanlands; má yf- ir höfuð segja, að megnið af hrávörunni verði að flytjast að, að undanteknu nokkru af trjávið, krít, leir og kalki. Að dönskum vjelaiðnaði kveður þó nokkuð, og má til dæmis nefna dieselmótora og sementvjelar Utanrikisverslunin. Vöruviðskifti Dana við önnur lönd eru meiri en í nágrannalöndunum, þegar miðað er við fólksfjöldann, þar sem inn- og út flutningurinn er meiri en í Noregi, og ekki mun minni en Svíþjóðar, þó íbúatala Sví- þjóðar sje miklu meiri, og munurinn mundi þó vera ennþá minni, ef tekið væri tillit til vöruyfirflutninga. Annars má sjá þenn- an viðskiftamismun af eftirfarandi yfirliti: Milj. 1913 1928 Kr. Innfl. Útfl. Innfl. Útfl. Danmörk 777 637 1624 1541 Svíþjóð 846 817 1708 1575 Noregur 541 381 1000 670 Af þessu yfirliti sjest, að síðan 1913 hef- ur hækkunin verið mest hjá Danmörku, en minst hjá Noregi, og ennfremur að versl- unarjöfnuðurinn hefur lagast mest hjá Dan- mörku. Hjá öllumiöndunum er það sameiginlegt, að innflutningurinn er margvíslegur, en út- flutningsvörurnar fyrir það mesta þær sömu, og sameiginlegt er það einnig, að mikið þarf að flytja inn af hrávörum í öllum löndunum, þó að nokkur undantekning sje með Svíþjóð. Helstu utanríkisviðskifti Norðurlanda má sjá af eftirfarandi yfirliti, og er það talið í milj. kr. Danmörk 1928. Innflutningur frá: Útflutningur til: Þýskalandi 566 Bretlands 916 Bretlandi 240 Þýskalands 342 Bandaríkjum 227 Svíþjóðar 107 Sviþjóð 108 Noregs 68 Hollandi 71 Finnlands 29 Frakklandi 64 Póllands 20 Belgíu 43 Sviss 17 Noregi 28 Hollands 13 Sviþjóð 1928. Innflutningur frá: Útflutningur til: Þýskalandi 530 Bretlands 390 Bretlandi 275 Þýskalands 198 Bandaríkjunum 252 Bandarikjanna 166 Danmörku 115 Danmerkur 100 Hollandi 69 Frakklands 90 Frakkiandi 59 Noregs 86 Brasilíu 46 Hollands 70 Noregi 45 Finnlands 60 Noregur 1927. Innflutningur frá: Útfiutningur til: Bretlandi 199 Bretlands 198 Þýskalandi 197 Þýskalands 86

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.