Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 3

Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 3
VERSLUNARTÍÐIND! MÁNAÐARRIT. GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS Verslunartíðindi koma út einu sinni i mánuði, venjul. 12 blaðsíður. Árgangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsinu. Talsími 694. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiðja h.f. ^llllinillllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllilllllllllillllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllrr: 13. ár Lokun og endurreisn Islandsbanka. Stofnun Útvegsbanka íslands h.f. Fjárhagsörðugleikar þeir, sem yfir heiminn dundu að afliðinni heimsstyrj- öldinni og lögðu fjölda banka í öllum löndum í rústir, hlutu að gera og gerðu ekki síður vart við sig hjer en annar- staðar, og þar sem fjármagn var hjer minna en annarstaðar og bankar vorir yngri og fátækari en bankar annara þjóða, var ekki að furða þótt þeir yrðu fyrir miklum töpum. Sú varð einnig reyndin á, eins og síð- ar kom í ijós, að báðir bankarnir, Lands- bankinn og Islandsbanki, höfðu ekki einungis tapað eigin fje, heldur einnig nokkrum hluta af lánsfje því, sem þeir höfðu yfir að ráða. Ef til vill má hjer að einhverju leyti kenna um óheppilegri stjórn, þó á hinn bóginn sje mjög vafa- samt að nokkrum steini verði kastað á þá, sem með stjórnina fóru, fyrir þær sakir, nje heldur líklegt að öðrum hefði farist þar nokkru betur. Að minsta kosti verður að telja mikið af töpunum óvið- ráðanlegar afleiðingar af þeim fjár- hagsörðugleikum, sem komu í kjölfar 4.-5. tbl. ófriðarins, þar sem miklu varð að fórna til þess að forðast það, að atvinnulíí þjóðarinnar yrði lamað. Ennfremur munu hinar stórstígu og öru framfarir síðari ára, eiga ekki svo lítinn þátt í tapi bankanna, og að lokum má telja þá áhættu, sem altaf hlýtur að vera sam- fara atvinnurekstri vorum, á meðan ekki er hægt að breyta um framleiðslu- og söluaðferðir. Töp þau, sem bankarnir hafa afskrif- að á síðastliðnum 8—10 árum, eru svo stór — milli 30 og 40 miljónir — að ekki gat komið til mála að gjöra þau upp í einu, án þess að landið og at- vinnuvegirnir legðust í auðn. Var þá það eina rjetta ráð tekið, að afskrifa þau smátt og smátt allan þennan ára- tíma af sjóðum bankanna og ársarði. Auðvitað hlaut þetta að koma nokkuð hart niður á þeim, er á lánsfje þurfa að halda með hærri vöxtum, en um það er ekki að fást. Tjón þjóðarinnar með niðurskurði strax hefði orðið miklu meira, — ef til vill fullkomið þjóðar- gjaldþrot. Ríkið hafði aðstoðað bankana á ýmsan hátt. Enska lánið 1921, var tekið vegna nauðsynja bankanna og rann mest alt til þeirra. Ríkið tók nokkru seinna erlent lán handa Landsbankanum. íslands- banka aðstoðaði það með ívilnunum í Apríl—Maí 1930 IIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIII

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.