Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 5

Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 5
VEHSLtlNAÉTÍÐINDl 31 gangshlutabrjef og ábyrgðist einnig inn- stæðufje bankans til loka leyfistímans, 31. resember 1933. Ennfremur skyldu gömlu hlutbrjefin metin. — Þessum frumvörpum var svo báðum vísað til nefndar. Þann 10. febrúar var svo málið tekið aftur fyrir á þingi og hafði nefndin klofnað. Vildi meiri hluti (stjórnarlið- ar) taka bú bankans til gjaldþrota- skifta, en minni hlutinn (sjálfstæðis- menn) endurreisa bankann. Þegar hjer var komið höfðu sjálfstæð- ismenn hafist handa, og bæði leitað samninga við erlenda lánardrottna, svo sem Hambrosbanka og Privatbankann, og byrjað á hlutafjársöfnun innanlands, hvorttveggja með góðum árangri. Þetta, ásamt nokkurri óeiningu innan stjórnar- flokksins sjálfs, mun hafa verið þess valdandi, að fjármálaráðherra bar fram þá breytingartillögu við gjaldþrotafrum- varpið, að frestað skyldi framkvæmd skiftanna til 1. mars. Valdi íjármálaráð- herra því næst þrjá menn, þá Helga P. Briem, skattstjóra, og lögfræðingana, Stefán Jóh. Stefánsson, og Sveinbjörn Jónsson, til þess að rannsaka hag bank- ans og áttu þeir að hafa lokið þeirri rannsókn fyrir 24. mars. Skömmu síðar var málið tekið fyrir í efri deild, og var því vísað þar til fjárhagsnefndar og tveimur mönnum bætt við í nefndina. Á tilsettum tíma skilaði rannsóknar- nefndin bráðabirgðaáliti, þar sem hún komst að þeirri niðurstöðu, að tap bank- ans væri auk hlutafjárins, rúmlega 3y2 milj. kr. Þegar hjer var komið báru þrír af framsóknarmönnum fram frumvarp í neðri deild um endurreisn bankans. — Eftir því átti ríkissjóður að leggja fram 3 milj. kr. sem forgangshlutafje með þeim skilyrðum, að annarstaðar frá kæmi að minsta kosti 2yj milj. kr. í for- gangshlutafje, að póstsjóður Dana ljeti inneign sína hjá Islandsbanka ganga næst hlutafjenu um áhættu og hag- kvæmir samningar næðust við erlenda lánardrottna. Eftir þessu frumvarpi átti einnig að meta gömlu hlutabrjefin. Um næstu áramót átti bankinn svo að breyta um nafn og heita Verslunar- og útvegs- banki íslands. Þegar þetta frumvarp átti að koma til umræðu, bað ríkisstjórnin um frest, og eftir nokkra daga lagði fjármálaráð- herra fram nýjar breytingartillögur við gjaldþrotafrumvarpið, og voru þær í þremur köflum. Var 1. kaflinn um Sjáv- arútvegsbanka íslands. Hlutafje hans átti að nema alt að 2(4 milj. kr., og af því átti ríkissjóður að leggja ly2 milj. en afganginn átti að fá með almennri hlutafjársöfnun. Þegar þetta væri komið í lag, skyldi bankinn halda hluthafa- fund og kjósa fimm manna bankaráð, en það rjeði bankastjóra. 2. kaflinn var um Fiskiveiðasjóð. Og átti fjármálaráð- herra að semja við bankann, að hann tæki að sjer stjórn og starfrækslu Fiski- veiðasjóðsins, þannig, að hann verði sjálfstæð deild í bankanum. 3. kafli var um Islandsbanka. Átti ríkissjóður að leggja honum til 3 milj., sem for- gangshlutafje, er greiðist af núverandi skuld bankans við ríkissjóð. En þetta sje þó þeim skilyrðum bundið, að annar- staðar frá fáist að minsta kosti iy2 milj. kr. af innlendu forgangshlutafje frá öðrum en aðalskuldheimtumönnum bank- ans, og þannig samningar náist við erlenda lánardrottna, að minsta kosti 4y2 milj. kr. af núverandi erlendum skuldum, verði annað hvort forgangs- hlutafje, eða gangi næst því að áhættu. Eldra hlutafjeð skuli með öllu strykað út. Þegar þessu skilyrði er fullnægt, skal

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.