Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 6

Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 6
32 Verslúnartíðinm íslandsbanki leggjast niður, en nýji bankinn taka við öllum eignum, skuld- um og ábyrgðum hans. Þetta frumvarp var samþykt sem lög frá Alþingi. Þann 1. apríl boðaði svo fjármálaráð- herra til aðalfundar hluthafa, er halda skyldi í Kaupþingssalnum. Skýrði hann þar frá, að fullnægt væri skilyrðum lag- anna um endurreisn íslandsbanka, hvað snerti framlag ríkissjóðs og framlög og þátttöku erlendra skuldheimtu- manna, en aftur á móti væri ekki full- nægt skilyrðum hvað snerti fjársöfnun- ina innanlands. Var fundinum því næst frestað til næsta dags, til þess að athuga rjettmæti þeirra skilríkja, sem menn lögðu fram, til að fara með atkvæði á fundinum, og var kosin til þess þriggja manna nefnd. Þegar fundur var svo settur næsta dag, lýsti fjármálaráðherra því yfir, að öllum skilyrðum laganna um stofnun Útvegsbanka íslands h.f. og endurreisn íslandsbanka, væri fullnægt, og væri því hægt að ganga til dagskrár fund- arins. Hafði frv. til samþyktar fyrir Útvegsbankann verið útbýtt sama dag ly„ kl.tíma áður fundur átti að byrja, og var það frumvarp í 33 greinum. Á fundinum komu starx fram mótmæli gegn því, að hraða samþyktinni svo, að fundarmenn fengju ekki hæfilegan tírna til þess að athuga frumvarpið. Einnig var bent á, að semja þyrfti reglugerð samkvæmt lögunum um Útvegsbankann, og ætti hún að samþykkjast um leið og samþyktirnar. Var þetta tekið til greina og fundinum frestað á ný til 4. apríl. Á næsta fundi, sem var lokafundur aðalfundarins, voru ýmsar breytingar- tillögur lagðar fram, bæði við frum- varpið og reglugerðina; voru nokkrar þeirra samþyktar, en þó fleiri feldar, og þetta hvorttveggja síðan samþykt. Var því næst gengið til kosningu á 5 mönnum í fulltrúaráð bankans, og komu fram tveir listar. Var annar þeirra frá ríkisstjórninni, studdur af umboðsmanni Hambrosbanka, og voru á honum þessir 4 menn: Lárus Fjeldsted og Stefán Jóh. Stefánsson hrm.flm., Magnús Torfason, sýslumaður og Svavar Guðmundsson, verslunarfulltrúi. Hinn listinn kom frá innlendum hluthöfum, og var á honum Eggert Claessen bankastjóri. Þar sem ekki komu fram fleiri listar, voru þessir menn sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. End- urskoðendur voru kosnir, samkv. ein- um lista frá ríkisstjórninni, þeir Björn Steffensen, endurskoðandi og Halldór Stefánsson, alþingismaður. Bankaráðið, sem samkvæmt lögum, átti að velja bankastjóra, kvaddi nokkr- um dögum síðan þessa þrjá menn: Helga P. Breim, skattstjóra, Jón Bald- vinsson alþm., og Jón Ólafsson, alþm., og var Útvegsbanki íslands hf. því næst opnaður þ. 15. apríl sl. Flestum mönnum mun það nokkurn- veginn ljóst, að bankalokun hefir í för með sjer margvísleg -óþægindi, bæði inn á við og út á við. Hefir það hingað til verið staðreynd, að bankalokun í hverju landi, sem einhver erlend við- skifti hefir, eyðileggur ekki aðeins traustið á bankanum sjálfum, heldur einnig álit landsins í augum útlendinga. Þessi álitsrýrnun er fyrst og fremst við- skiftalegs eðlis, þannig að lánstraust kaupsýslumanna minkar eða hverfur. En hún nær lengra en til einstakling- anna; hún nær einnig til annara banka i sama landi, og hún nær einnig til rík- isins sjálfs. Því stærri, sem bankinn er í hlutfalli við fjármagn landsins, og því víðtækari, sem viðskiftasambönd hans

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.