Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 3

Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 3
ÍiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiimmia VERSLUNARTIÐINDI | MÁNAÐARRIT. GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS | Verslunartíðindi koma út einu sinni í mánuði, venjul. 12 blaðsíður. 55 Árgangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsinu. =5 Talsími 694. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiðja h.f. = ^iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiF 13. ár Desember 1930 12. tbl. Lántaka ríkisins. Svo sem kunnugt er, hefur það staðið til all-lengi, að íslenska ríkið tæki fast lán á erlendum markaði og samþykti síðasta Alþingi heimildarlög fyrir ríkis- stjórnina til að taka alt að 12 milj. kr. v lán fyrir ríkissjóð. — Stjórnin hafði látið í veðri vaka í all-langan tíma, að nægileg lánstilboð væru fyrir hendi, en að orsökin til þess að drægist að taka lánið væri sú, að vextir fóru sílækkandi á heimsmarkað- inum. 10. nóvember síðastl. var gengið frá lánssamningnum við Hambrosbanka, og var Magnús Sigurðsson, bankastjóri, þar samningsaðili af hálfu ísl. ríkisstjórnar- innar. — Upphæð lánsins er 540.000 sterlings- pund. Var lánið tekið til 40 ára, afborg- unarlaust í fyrstu 5 árin, en á síðan að greiðast með jöfúum afborgunum á næstu 35 árum þar frá, — en má borg- ast upp með nafnverði eftir 10 ár. — Vextir lánsins eru 51/2% og útborgun til ríkisins 921/2%, en lánið var boðið út í London á gengi 9614%. Af mismunin- um — 4% af lánsupphæðinni — fer 2% í stimpilgjald, en 2% tekur bankinn fyrir fyrirhöfn sína og ábyrgð á að láns- fjeð fáist, og getur það ekki kallast ó- sanngjarnt. í lánssamningnum mun auk þess vera ákvæði, er skuldbindi ísl. ríkið til þess að veðsetja ekki neitt af tekjum sínum eða eignum, án þess að lánveitandi fái jafnan rjett yfir hinu veðsetta sem síð- ari veðhafar. Síðan lán þetta var tekið, hefur mikið um það verið rætt og ritað, hvort það geti talist hagkvæmt ríkinu eða ekki, og skoðanir manna verið all-skiftar um það. Ýmsir samanburðir hafa verið gerðir, er eiga að sanna hinar mismunandi skoðanir í þessu efni, og þá af hendi þeirra, er talið hafa lántökuna hag- kvæma, sjerstaklega gerður samanburð- ur á þessu láni og láni ísl. ríkisins frá 1921. — Auðvitað nær sá samanburður engri’ átt, ef eingöngu er miðað við vaxtakjör og afföll. Árið 1921 var eitt hið óhagstæðasta, er komið hefur á peningamarkaðinum. Vextir voru þá mjög háir og mikil pen- ingaþurð. Ástandið hjer á landi var þannig, að nauðsyn bar til að taka lán- ið, þótt dýrt væri, til þess að forða framleiðslunni frá yfirvofandi eyðilegg- ingu, og landið nýlega orðið s.jálfstætt og óþekt á erlendum peningamarkaði. L

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.