Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 5

Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 5
VERSLUNARTlÐINDI 107 Saltfisksmarkaður vor í Suður-Evrópu. Eftir Svein Árnason yfirfiskimatsmann. Framh. Sú skoðun ryður sjer nú mjög til rúms, að menn eigi heldur að neyta nýrrar fæðu en saltmetis. Saltfiskur er því ekki vel fallinn til þess að ná mikilli útbreiðslu annarsstaðar en þar, sem erfitt er að fá nýjan fisk, eða hann er of dýr fyrir al- menning. Þó er ekki ólíklegt, að neysla saltfiskjar geti aukist eitthvað, ef sölu- fyrirkomulagið til neytenda væri ann- að en nú er alment. Einhversstaðar sá jeg þess getið nýlega, að alræðismaður Italíu, Mussolini, hvetti til aukinnar salt- fiskneyslu, af því saltfiskur væri holl og ódýr fæoa. Að undirlagi hans hefði bæj- arstjórnin í Milano komið upp fisksölu- búðum, þar sem fiskurinn væri seldur út- bleyttur og tilbúinn til neyslu, og að við það hefði saltfiskneyslan þar aukist um helming. Það var okkur sagt í Genua, að í ítalska hernum væri fyrirskipað að neyta saltfiskjar einu sinni í viku. Ráð- stafanir af þessu tagi gætu víðar orðið til þess að auka saltfisksölu, en því mið- ur er það ekki á okkar valdi að koma slíkum ráðstöfunum í framkvæmd. Þó er ekki að vita nema góð viðskiftasambönd okkar gætu áorkað einhverju um slíkt, og ættu því útflytjendur og aðrir, sem kynnu að hafa aðstöðu til þess að beita áhrifum sínum til þess að vekja áhuga erlendis fyrir þeim ráðstöfunum, sem gætu orðið til þess að auka saltfisks- neyslu. Eflaust gætu auglýsingar orðið að gagni í þessu skyni. Máttur þeirra er við- urkend staðreynd á vorum dögum. Á síð- ast liðnum vetri var það rætt að ísland tæki þátt í hinni miklu sýningu í Barce- lona, og skildist mjer, að sú þátttaka ætti aðallega eða eingöngu að stefna að því, að auglýsa rækilega íslenskan saltfisk. Búist var við, að kostnaður við þetta yrði 2—300 þúsund krónur og virtist sú upp- hæð ekki vaxa í augum ríkisstjórnar- innar eða þjóðarinnar, heldur mun hafa verið hætt við þátttökuna af því árang- urinn af sýningunni þótti vafasamur. En mikið mætti gjöra fyrir þessa eða lægri upphæð í auglýsingaskyni, á annan hátt. Mjer dettur í hug að ríkið ætti að kosta stuttar áberandi auglýsingar um íslensk- an fisk í blöðum markaðsbæjanna og koma fyrir stuttum upphrópunum á strætisvögnum eða öðrum áberandi stöð- um. Ennfremur að semja mætti og prenta á máli viðkomandi landa litla, fallega auglýsingabók (brochure) um fiskinn og fá seljendur þar til að útbýta henni. Það er talið víst, að ýmsar stórar vörutegundir hafi náð hylli almennings með svipuðum hætti, og svo mikið er víst, að mikið eru þessar aðferðir notaðar í því skyni, að kynna fólkinu góða vöru. Af því jeg minnist á auglýsingarnar, þá álít jeg ekki rjett að þegja um hug- mynd, sem jeg fjekk í Barcelona í vor. Jeg var á nautaati, hinni þjóðlegustu íþrótt Spánverja. Mjer datt í hug þjóð- iegasta íþrótt okkar íslendinga, glím- an. Hvernig færu leikar, ef afburða glímumaður íslenskur legði í eitt af þess- um nautum? Mundi hann geta lagt það að velli, snúið það niður? Spönsku naut- in, sem koma fram á þessum mótum, eru sérstaklega uppalin til þess. — Þau eru stríðalin, æst upp og gerð mannýg, og eru því eflaust miklu verri viðfangs en íslensk naut, þó að miðað væri við þau stærstu. En jeg hefi sjeð snúin niður stór, íslensk naut, og veit, að kjarkgóð- um meðalmanni hefir ekki orðið það erf- itt. Afburðaglímumaður á að geta gert

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.