Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 7

Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 7
VERSLUNARTlÐINDI 109 lega í hlutfalli við atkvæðamagn hvers þeirra, og urðu úrslitin þessi: Tapað eða unnið Sambandsflokkurinn 1930 42 1929 28 + 14 Bændaflokkurinn 59 60 — 1 Framsóknarflokkurinn 11 7 + 4 Sænski flokkurinn 20 21 — 1 Sænskir (vinstri) 1 2 — 1 Smábændaflokkurinn 1 0 -f- 1 Social-Demokratar 66 59 + 7 Kommúnistar 0 23 — 23 Þannig hafa kommúnistar ekki fengið eitt einasta þingsæti. — And-socialista- flokkurinn hafði náð 16 sætum frá ,,vinstri“ og hafa nú alls 134 þingsæti, eða % þeirra, og er alment litið svo á, að með kosningasigri þessum hafi náðst hreinar línur. Þingið kom saman 20. október og var Kallio (Bændafl.) kosinn forseti, pró- fessor Tulenheimo (Sambandsfl.) 1. varaforseti og Hakkila borgarstjóri (So- cial-Dem.) 2. varaforseti. Fjárhagsáætlunin. íStjórnin hefir þeg- ar lagt fyrir þingið fjárhagsáætlun fyr- ir árið 1931, og er þar gert ráð fyrir: 1931. 1930. milj. mk. milj. mk. Gjöld ............. 3.809.8 3.797.4' Gjöld, óviss ........ 699.6 798.1 Alls 4.509.4 4.595.5 Tekjur ............ 4.402.8 4.371.7 Tekjur, óvissar .... 106.6 97.7 Úr sjóði frá fyrri árum 126.1 Alls 4.509.4 4.595.5 Þar sem gera má ráð fyrir, að ýmsar tekjulindir, svo sem tollar, tekju- og eignarskattur, ríkisjárnbrautir og skóg- ar gefi nú minna af sjer en áður, vegna misæris, leggur stjórnin til, að sumir innflutningstollar og innanlands tollar af tóbaki verði hækkaðir og skattur verði lagður á innlent öl. Með því að lækka útgjöldin, á öllum sviðum, þar sem þess var nokkur kostur, standast nú. tekjur og gjöld á, en á fjárlagaáætluninni fyrir yf- irstandandi ár varð tekjuhalli, sem jafna varð með tekjuafgangi fyrri ára. Má því segja, að fjárhagsáætlunin fyrir árið 1931 sje mjög varleg. Vextir. Sökum hins hagkvæma pen- mgamarkaðs eru vextir nú fallandi. Hlutabankar hafa þegar ákveðið að lækka vexti á sex mánaða innstæðu, úr 6l/ó% í 6%, frá 1. nóv. að telja, en vext- ir af innstæðu um skemmri tíma, hafa þegar lækkað í 4%. Sparisjóðir hafa ekki neinn fastákveðinn vaxtataxta að fara eftir, en ákveða hver fyrir sig, hve háa vexti þeir greiða. Samt sem áður hefir sambandsráð sparisjóðanna nýlega lagt til, að sparisjóðir skyldu lækka vexti sína, frá ársbyrjun 1931, þannig, að hin- ir stærri greiddu ekki hærri vexti en 61/2% fyrir sex mánaða innstæðu og hin- ir smærri 7%, og 41/2% og 5% um skemmri tíma. Ríkið og bankastarfsemin. Eftir W. T. Hart bankafræðing í London. Jafnaðarmenn í öllum löndum hafa um langt skeið haft þjóðnýting banka- starfsemi einna efst á stefnuskrá sinni, þar eð það er augljóst, að ríkið verður að hafa hönd í bagga með lánsstarfsemi,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.