Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 9

Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 9
VERSLUNARTÍÐINDl 11 i lánað er. Hvað hið fyrra snertir, geta mistök bankanna orðið tvenskonar: ó- hóflega miklar lánveitingar qg of tak- markaðar. Hið fyrra er oft — og í raun- inni oftast — vinsælt í bráðina, og ef bönkunum væri stjórnað af stjórnmála- mönnum -— sem sjaldnast eru því mót- fallnir að afla sjer vinsælda — myndi hættan á mistökum af þessu tagi vera stöðugt yfirvofandi, og það miklu meir en með núverandi fyrirkomulagi. — Nú verður að skifta lánunum sanngjarnlega milli hinna ýmsu atvinnuvega, en ef bankastjórnin væri í höndum einhverrar stjórnarskrifstofu, myndi pólitíkin áreið- anlega verða hagfræðilegum verðleikum yfirsterkari. Það er talsvert til í því, sem sagt hefir verið, að sje pólitík og at- vinnuvegir í mjög nánu sambandi, sje spilling í hvorutveggju. Endanlega ákvörðunin um það, hvaða einstaklingum skuli lána fjeð, og hve mikið, er að mestu leyti í höndum deilda (útbúa-) stjóranna. Það verk útheimtir mikla dómgreind, og hefir ávalt áhættu í för með sjer, og þar af leiðir, að mað- ur, sem hefir alla sína tíð starfað við verslunarviðskifti, er betur tii þess hæf- ur en embættismaður, sem hefir aðal- lega vanist við varúðina eintóma og fast- heldni við fornar venjur. Aðaleinkenni þjóðnýttrar bankastarfsemi myndi ann- aðhvort verða ýtrasta íhaldssemi um lán- veitingar, sem sje, þegar æðstu embæt':- ismenn ríkisins ættu að ráða, eða óhóf- legar lánveitingar, þegar stjórnmála- mennirnir sæu sjer hag í því, að beita valdi sínu til að hafa áhrif á lánveiting- ar. Hvorugt yrði viðunanlegt, en stöðug umskifti frá öðru fyrirkomulaginu til hins, myndi hafa i för með sjer ókosti hvorutveggja, en hvorugs kosti. Hvaða stjórnarfyrirkomulag sem rík- ir, er ómögulegt að komast hjá því að kappræða um það öðru hvoru, hvort nauðsynlegt sje að breyta núverandi fyr- irkomulagi lánveitinga. En yfirleitt verð- ur því ekki neitað, að samvinna milli rík- isins og bankastarfseminnar er nauðsyn- leg til þess að ákveða útlánafyrirkomu- lagið. Og þetta þarf ekki að vera ósam- ræmanlegt við það, að verslunarbankar sjeu áfram í einstakra eign og undir eins- stakra stjórn, sem hvorttveggja er álíka æskilegt frá hagnýtingarinnar sjónar- miði. Og þetta á sjer líka stað hjá flest- um verslunarþjóðum, enda þótt mismun- ur geti verið á fyrirkomulaginu í smærri atriðum, og auðvitað eru breytingar nauðsynlegar öðru hvoru, því eins og hver annar hluti fjárhagsbyggingar ríkj- anna, er bankastarfsemin breytingum undirorpin, og stendur ekki sífelt í stað. Tjekkávísanir. Alþjóðanefnd hefur nú með höndum að rannsaka tjekklöggjöfina með það fyrir augum að koma meira samræmi á hana. Saga tjekkávísananna er gömul, og er frá þeim tíma, er gullsmiður í London voru eins og nokkurskonar bankastjórar. Fólkið lagði peninga inn hjá gullsmiðn- um og gaf svo ávísanir á þá aftur. Papp- írar með svipuðum tilgangi höfðu að vísu verið til löngu áðurýen þegar sagt er, að tjekkinn sje frá síðari helming 17. ald- arinnar, þá er meint með því, að þá fjekk liann í'yrst fast snið í Englandi, og hefur breyst síðan, aðeins á þeim sama grundvelli. Upphaflega var tjekkinn rjettilega skoðaður sem víxill, er gefinn var út á banka, og sem ætti að greiðast við fram-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.