Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 10
112 vjeeslunartíðindi vísun. Þetta er ennþá ríkjandi skoðun í Englandi, eins og gefið er til kynna í „Bills of Exchange Act“ frá 1883: „A Bill of Exchange drawn on a banker pay- able on demand“. í tjekkrjettinum hefur verið ágreiningur um þessi ákvæði, en í framkvæmdinni hefur skcðun Englend- inga verið álitin rjett. Og í nefndaráiiti álþjóðanefndarinnar, er svo tii orða tek- ið: „Le chéque est tiré sur un banquier. Le chéque tiré sur une autre personne qu’un banquier ne vaut pas comme chéque“. í sambandi við þetta stendur spurning- in um tjekksamninginn, þ. e. skilyrðin fyrir því, að viðskiftamaðurinn geti gef- ið tjekkann út. Það sem á veltur hjer er það, hvort hann geti aðeins gefið út ávís- un á inneign, sem er til á þeim tíma, er ávísunin er gefin út. Og sje þeirri reglu fylgt, má gera sjer von um, að komið verði í veg fyrir það, sem of oft á sjer stað, að ávísun sje gefin út á meira en til er. Alt of margar ávísanir eru nú gefnar út í trausti þess, að inneign verði komin nægileg, þegar ávísuninni er fram- vísað, og bankarnir taka heldur ekki nógu hart á þeirri tilhneigingu manna, að gera tjekkinn að lánsviðurkenningu í staðinn fyrir borgunarviðurkenningu. — Bankarnir ættu að hafa lista yfir þá menn, sem gera það að venju sinni að gefa ávísun fyrir meiru en til er inni, og jafnframt ætti enska reglan að komast á, að ávalt ætti einhver ákveðin upphæð að vera inni, sem eigandi óskaði eftir að gefa ávísun á. Þá hefur einnig áteikning viðtakenda þýðingu fyrir gildi tjekkans. Vegna einkarjettinda á seðlaútgáfu og í annan stað vegna þeirra hagsmuna, sem ríkir hafa af stimpilgjaldi á víxlum, hofa menn ekki viljað viðurkenna lögmæti tjekkans. í Bandaríkjunum er þó vikið frá þessari reglu og á Englandi tíðkast hin svonefnda „marking“, sem er í því fólgið að tjekkútgefandi getur snúið sjer til þess banka, er hann skiftir við og fengið vottorð um, að inneign sje til fyrir tjekkupphæðinni á þeim tíma. í Dan- mörku tíðkast einnig, að láta árita tjekk- ana. Frá þeim sama tíma er áritunin fer fram, heldur bankinn eftir jafnmiklu fje af inneign útgefanda eins og tjekk- upphæðinni nemur, en tekur að öðru leyti ekki á sig neina. borgunarskyldu, og er ]>etta því tæplega næg trygging. Norræni bankafundurinn, sem haldinn var í Kaup- mannahöfn 1928, hjelt þessu líka fram og sagði, að þessir árituðu tjekkar gætu blekt menn, þar sem engin trygging væri fyrir því, að þeir yrðu leystir inn. Lagði fundurinn því til, að í skandinav- isk tjekklög yrðu tekin upp þau ákvæði, sem trygðu það fullkomlega, að óhætt væri að taka tjekka, þar sem inneign væri fyrir hendi, er hann væri áritaður, og sem yrði gert með því, að sú inneign- arupphæð, sem haldið væri eftir, skyldi ganga til þess að leysa tjekkinn út. ------------ Spanski iandbúnaðurinn. Skýrsla yfir spanska landbúnaðinn árið 1929 er nýlega komin út. Hveiti var ræktað á 4299 þús. hektur- um og uppskeran varð hjer um bil 4,2 milj. smál. af kjarna og 6 milj. smál. af hálmi, og nam þetta samtals 2,280 milj- pes. Vegna hins lága hveitiverðs undan- farið, hafa hveitiakrarnir heldur farið minkandi. Öðru máli er að gegna með bygg og hafra; þar hefir sáðlandiö frekar verið stækkað. Bygguppskeran var metin á 835 milj. pes. og hafrar á

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.