Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 9

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 9
9 Viðskiptakjör. Viðskiptakjör gagnvart útlöndum versnuðu um 3 ‘/2% milli áranna 1979 og 1980, en um rúmlega 4%, ef viðskipti álverksmiðjunnar eru undanskilin.1) Viðskipta- kjörinásíðastaárivoru að meðaltali rúmlega 12% lakari en á árinu 1978.Áárinu 1980 hækkaði útflutningsverð um 47% í krónum, en á föstu gengi var hækkunin 6,6%.2) Innflutningsverð hækkaði um 52%,eðaum 10,3% áföstugengi. Verðlag á sjávarafurðum hækkaði aðeins um 4’/2% á föstu gengi, en verðbreyting á einstökum afurðum var þó afar misjöfn. Verðlag á frystum afurðum var lægra en á árinu 1979. Hins vegar varð talsverð verðhækkun á saltfiski, skreið, fiskmjöli og saltsíld. Verðlækkun á frystiafurðum réði þannig miklu um óhagstæða þróun viðskiptakjara á árinu 1980. Álverð hækkaði talsvert framan af ári en stóð síðan í stað á síðari hluta ársins. Sama gilti um aðrar iðnaðarvörur nema kísiljárn, sem lækkaði í verði frá árinu 1979. Útflutningsverð á landbúnaðarvörum var einnig lægra á föstu gengi á árinu 1980 en á árinu 1979. Innflutningsverð var þegar á fyrsta fjórðungi ársins 1980 mun hærra en á árinu 1979, ekki sízt vegna hins háa olíuverðs í byrjun ársins. Innflutningsverð olíu samkvæmt verzlunarskýrslum lækkaði síðan verulega á öðrum og þriðja ársfjórð- ungi en stóð síðan nokkurn veginn í stað. Verð á öðrum innflutningi hækkaði nokkuð á árinu en þó minna en árið áður og lækkun olíuverðs gerði meira en vega upp verðhækkun á öðrum innflutningi á síðari hluta ársins. Meðalverð alls vöru- innflutnings var þannig heldur lægra á síðasta ársfjórðungi en við upphaf ársins. Eins og áður sagði var meðalverðhækkun innflutnings milli áranna 1979 og 1980 10,3% á föstu gengi. Verð á neyzluvörum og fjárfestingarvörum hækkaði nokkru minna, en verð á rekstrarvörum hækkaði meira en meðaltalið. Gætti þar áhrifa Vísitölur útflutningsverðs og innflutningsverðs í erlendri mynt miðað við meðalgengi — og vísitala viðskiptakjara 1979—1980. 1978 = 100 Breyting 1979—1980 1979 1980 % Útflutningsverð 107,8 114,9 6,6 Án áls 106,0 110,9 4,6 Innflutningsverð 118,7 131,0 10,3 Án innflutnings til álvers 120,2 131,1 9,1 þ. a. olía 190,8 225,1 18,0 þ. a. annað 107,9 114,6 6,2 Viðskiptakjör 90,8 87,7 -3,4 Án viðskipta álvers 88,2 84,6 -4,1 1) Petta er sama niðurstaða og spáð var í skýrslu Þjóðhagsstofnunar Úr þjóðarbúskapnum í nóvember 1979 og miðað var við í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1980, sem lögð var fram í október 1979. Um mitt síðastliðið ár leit út fyrir, að viðskiptakjararýrnunin árið 1980 yrði um 6%, en viðskiptakjörin bötnuðu talsvert á síðasta fjórðungi ársins. 2) Hér er miðað við meðalverðbreytingu erlendra gjaldmiðla. í dollurum var hækkunin um 8%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.