Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 10

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 10
10 olíuverðshækkunarinnar, en meðalverð á olíu á árinu 1980 var 18% hærra á föstu gengi en árið 1979, þrátt fyrir að olíuverð færi lækkandi frá því sem var í upphafi ársins. Viðskiptakjör á síðasta ársfjórðungi 1980 voru heldur lakari en að meðaltali á árinu. Áætlanir um útflutningsverð og innflutningsverð í janúar bentu til þess, að viðskiptakjör hefðu heldur versnað frá fjórða ársfjórðungi 1980. Hækkun a gengi Bandaríkjadollars gagnvart öðrum myntum á fyrstu mánuðum ársins felur í sér, að viðskiptakjör íslendinga batna, þar sem mun meira af útflutningi en innflutn- ingi er í dollurum. Erfitt er þó að meta áhrifin til lengri tíma litið, meðal annars vegna þess að breytingar á gengi geta haft áhrif á markaðsverð. Þannig hefur til dæmis verð á mjöli og lýsi lækkað frá því sem það var um áramótin og stafar það líklega að einhverju leyti af hækkun á gengi dollars gagnvart Evrópumyntum. Mjölverð á heimsmarkaði var svipað í lok marz og að meðaltali 1980 en lýsisverð var heldur lægra en meðalverðið í fyrra. Um verð á öðrum sjávarafurðum má nefna, að tekizt hafa samningar um verulega verðhækkun á saltfiski og einnig hefur verið samið um sölu á skreið á talsvert hærra verði en í fyrra. Skreiðarmark- aður hefur þó stundum reynzt ótryggur og óvissa í þeim viðskiptum því nokkur. Að því er verðlag á frystum fiski varðar hafa aðeins orðið lítilsháttar breytingar til hækkunar á Bandaríkjamarkaði að undanförnu og engin hækkun hefur orðið á mikilvægustu afurðinni, þorskflökum í neytendaumbúðum. Talið er, að einka- neyzla í Bandaríkjunum hafi verið óbreytt á árinu 1980 frá árinu áður, en talsverður samdráttur varð hins vegar í neyzlu á frystum fiski. Innflutningur á frystum afurðum minnkaði meira en neyzlan og undir lok ársins var því betra jafnvægi á markaðnum en framan af árinu. Spár um efnahagsframvinduna í Bandaríkjunum á árinu 1981, sem gerðar voru í lok síðasta árs, gerðu ráð fyrir lítilsháttar aukningu einkaneyzlu, en hætt er við að talsverð kaupmáttar- og neyzluaukning þurfi að verða áður en fiskneyzla fer að vaxa á ný. Einnig má nefna harðnandi samkeppni Kanadamanna, sem hafa aukið mjög fiskveiðar sínar á undanförnum árum. Af þessum sökum eru að svo stöddu ekki horfur á umtals- verðum almennum verðhækkunum á frystum fiski í Bandaríkjunum á næstunni, þrátt fyrir að verðbólga sé þar um og yfir 10%. Frystar botnfiskafurðir eru yfir 40% af verðmæti allrar sjávarafurðaframleiðslunnar og verðlag á þeim skiptir því miklu máli. Verði engin almenn hækkun á þessum afurðum á næstu mánuðum er ólíklegt, að útflutningsverð á sjávarafurðum í heild hækki um meira en 4—5% í dollurum milli áranna 1980 og 1981. Þetta felur hins vegar í sér 7—8% hækkun á föstu gengi (miðað við meðalgengi) vegna hækkunar á gengi dollars gagnvart öðrum myntum að undanförnu, að því tilskyldu að gengi dollars lækki ekki frá því, sem það var í lok marz. Sá afturkippur, er varð í iðnaðarframleiðslu víða um heim á síðasta ári, hefur haft áhrif á markað fyrir ál og kísiljárn sem og aðra málma. Verð á áli hækkaði framan af síðasta ári, en stóð síðan í stað. Eins og nú horfir eru líkur á, að útflutningsverð á áli í erlendri mynt á þessu ári verði svipað og meðalverðið á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.