Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 12

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 12
12 Höfuðborgarsvæðið Vesturland ....... Vestfirðir ....... Norðurland vestra . Norðurland eystra . Austurland ....... Suðurland ........ Reykjanes ........ Allt landið Fjöldi skráðra atvinnulausra að meðaltali 1979—1980 1979 149 12 4 50 80 30 34 19 378 1980 101 13 7 40 80 29 38 23 331 Tölur um landshlutaskiptingu atvinnuleysisskráningar tvö síðustu árin sýna, að atvinnulausum mönnum á skrá fækkaði á höfuðborgarsvæðinu og raunar einnig á Norðurlandi vestra og skýrir það heildarfækkun atvinnulausra á árinu. Annars staðar á landinu virðist atvinnuleysi svipað bæði árin. Af þessum tölum virðist mega ráða, að þrátt fyrir erfiðleika í flugrekstri og sjávarútvegi hafi tekizt allvel að halda í horfinu í atvinnumálum á árinu 1980. Tölur um skráð atvinnuleysi á fyrstu mánuðum þessa árs sýna nokkra aukningu frá því, sem verið hefur á þessum árstíma undangengin ár. Erfitt tíðarfar og veiðitakmarkanir hafa valdið samdrætti í atvinnu upp á síðkastið, einkum hjá iðnaðarmönnum og fiskvinnslufólki. Hvað fiskvinnslu áhrærir er hér mest um tímabundna erfiðleika að ræða, en jafnframt má nefna, að aukning á saltfisk- og skreiðarvinnslu á kostnað frystingar hefur í för með sér nokkurn samdrátt í atvinnu í fiskvinnslu. Þótt atvinnuástand í byggingariðnaði sé að jafnaði fremur slakt á þessum árstíma, virðast atvinnuleysistölurnar gefa nokkurt tilefni til að ætla, að atvinnuhorfur séu óvenju ótryggar í þessari grein. Þetta stafar meðal annars af fyrirsjáanlegum verkefnaskorti og samdrætti framkvæmda á ákveðnum stöðum, t. d. á Akureyri, sem kemur í kjölfar afar mikillar byggingarstarfsemi undanfarin ár. Hefur þetta víða valdið tímabundinni aukningu vinnuafls í greininni og raunar einnig flutningi vinnuafls milli einstakra atvinnugreina, lands- hluta eða staða. í einstökum iðngreinum, t. d. múrun, kynnu breyttir byggingar- hættir að valda varanlegum atvinnuerfiðleikum. Af þessum sökum kynni atvinnuástand að slakna miðað við undanfarin ár, einkum á þeim stöðum, þar sem þenslan í byggingarstarfseminni hefur verið hvað mest. í áætlunum fyrir árið 1981 er gert ráð fyrir, að heildarfjárfesting verði 4% minni en á síðastliðnu ári, en sá samdráttur stafar ekki sízt af minni innflutningi skipa, flugvéla og véla og tækja af ýmsu tagi. Fjárfesting á vegum hins opinbera er hins vegar talin aukast um nær 3% í heild, einkum vegna aukinna byggingarfram- kvæmda. í heild er byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð talin verða álíka mikil í ár og í fyrra, en þá jukust umsvif í þessari grein um 3—4%. Samkvæmt þjóðhagsspá þessa árs er þjóðarframleiðslan talin standa í stað eftir fremur litla aukningu undanfarin tvö ár. Þjóðartekjur eru taldar dragast lítið eitt saman á þessu ári og hefðu þá haldizt óbreyttar í þrjú ár. Hætt er við, að þessi þróun fari að hafa áhrif á atvinnu, einkum þegar líður á árið. Líklegt er, að þessi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.