Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 13

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 13
13 áhrif komi fram í styttingu vinnutíma, eins og dæmi eru um áður, en jafnframt í minnkandi eftirspurn eftir starfsfólki í einstökum atvinnugreinum. Verðlag. Framan af árinu 1980 var vísitala framfærslukostnaðar um og yfir 60% hærri en á sama tíma árið áður. Flækkun vísitölunnar frá maí til ágúst og frá ágúst til nóvember var hins vegar minni en á sömu tímabilum árið áður og eftir mitt ár dró því úr árshækkun vísitölunnar. í nóvember síðastliðnum var framfærsluvísitalan þannig 51% hærri en í nóvember 1979. Á síðustu tveimur mánuðum ársins hækkaði vísitalan hins vegar óvenju mikið. Gætti þar einkum áhrifa mikilla launahækkana á síðasta ársfjórðungi (um 9% meðalhækkun grunnlauna og 9 '/2% hækkun verðbóta á laun 1. desember) og gengi krónunnar lækkaði um nær 11 % frá nóvemberbyrjun til ársloka. Framfærsluvísitalan hækkaði um 11,4% frá 1. nóvember til 31. desember og var hún þá 58,9% hærri en árið áður. Sambærileg hækkun á árinu 1979 var 60,6%. Vísitala framfærslukostnaðar var að meðaltali 58,5% hærri áárinu 1980 en árið áður en milliáranna 1978 og 1979 var hækkunin talsvert minni eða 45,5%. Sé vísitölunni skipt í innlendar vörur, innfluttar vörur, þjónustu og húsnæði, þá hækkuðu landbúnaðarvörur, fiskur og aðrar innlendar vörur umfram meðaltal milli áranna 1979 og 1980. Þannig hækkaði búvöruverð um rúmlega 60% en verð á öðrum innlendum vörum hækkaði heldur minna. Innfluttar vörur hækkuðu heldur minna en meðaltalið eða um nálægt 57% og þjónusta og húsnæði hækkuðu um nálægt 53% samanborið við áðurnefnda 58,5% meðalhækkun. Miklar sveifl- ur hafa verið í búvöruverði vegna breytinga á niðurgreiðslum og mikil hækkun búvöruverðs milli áranna 1979 og 1980 skýrist meðal annars af því, að niður- greiðslur voru lægra hlutfall af búvöruverði að meðaltali 1980 en árið áður. Milli áranna 1978 og 1979 var búvöruverðshækkunin talsvert undir meðalhækkun vísitölunnar. Um byggingarvísitölu gegndi sama máli og um framfærsluvísitölu að eftir mitt síðasta ár dró úr árshækkun hennar. Árin 1979 og 1980 varð hækkun undan- gengna 12 mánuði mest í júní á síðasta ári eða 59%, en frá júní til september hækkaði vísitalan mun minna en á sama tímabili árið áður, og var árshækkunin í september komin niður í 52%. Miklar launahækkanir á síðustu mánuðum ársins komu fljótt fram í byggingarvísitölu og hækkunin frá upphafi til loka árs varð því 57,3% samanborið við 54,3% hækkun árið áður. Ámælikvarðabyggingarvísitölu jókst því hraði verðhækkana á árinu 1980 frá því sem var 1979, en á mælikvarða framfærsluvísitölu dró lítilsháttar úr hraða verðhækkana á árinu 1980. Eins og áður sagði hækkaði framfærsluvísitala frá nóvember til desember talsvert mikið. í janúar varð hækkunin hins vegar lítil. Hækkunin frá nóvember til febrúar reyndist 14,3% og í febrúar var vísitalan 58,0% hærri en í febrúar 1980. Hækkun vísitölunnar frá febrúar til maí í fyrra var rúmlega 13% en ætla má, að hækkunin verði minni á þessu ári. Áætlanir sýna 8,5—10% hækkun framfærslu- vísitölunnar frá febrúar til maí. Ástæðan fyrir minni hækkun nú en í fyrra er meðal annars sú, að meðalgengi hefur verið nokkurn veginn óbreytt frá áramótum, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.