Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 18

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 18
18 anum um verðlag hér á undan, gætu verðbætur hækkað um 34% til ársloka. Verðbótahækkunin frá upphafi til loka árs yrði því um 42% eða þar um bil. Þar sem kauptaxtar hækkuðu að mun í lok ársins 1980 yrði meðalhækkun launa hins vegar meiri eða um 50%. Meðalhækkun kauptaxta ASÍ yrði heldur meiri en þetta en launataxtar opinberra starfsmanna hækkuðu nokkru minna. Á undanförnum árum hefur launaskrið og vinnutímaáhrif yfirleitt hækkað tekjur nokkuð umfram kauptaxta, oft um 2—3% en sum ár allmiklu meira. Með hliðsjón af atvinnuhorf- um á þessu ári, sýnist óvarlegt að gera ráð fyrir að þessara áhrifa gæti á þessu ári. Raunar má búast við, að nokkurs launaskriðs gæti en vinnutími kynni hins vegar að styttast. Sé gert ráð fyrir, að tekjur sjómanna svo og aðrar atvinnutekjur aukist í heild heldur minna en kauptaxtar, yrði heildarhækkun atvinnutekna um 52% á árinu að meðtalinni fólksfjölgun eða um og yfir 50% á mann. Ætla má, að á þeim forsendum, sem hér er lýst, aukist aðrar tekjur, einkum lífeyristekjur og vaxta- tekjur, nokkru meira en atvinnutekjur, ekki sízt vegna aukinnar verðtryggingar. Heildartekjur gætu því aukizt um 52—53% frá fyrra ári. Áætlanir um álagningu beinna skatta einstaklinga á árinu 1981 eru hvað sveitarfélögin varðar miðaðar við tekjubreytingar 1979—1980 þegar útsvar á í hlut, en um fasteignaskatt við verðhækkun fasteignamats í árslok 1980 og áætlaða aukningu álagningarstofns, auk þess sem gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall sé að meðaltali hið sama og í fyrra. Hvað varðar tekjuskatt einstaklinga og sjúkra- tryggingagjald er miðað við frumvarp það sem ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í aprílbyrjun um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt svo og þær lagabreytingar, sem áður höfðu verið samþykktar á Alþingi. Frumvarpi þessu fylgir meðal annars áætlun f jármálaráðuneytis og Reiknistofu Háskóla íslands um álagningu þessara skatta og álagningarbreytingar og er hér byggt á henni. Áætlun Tekjur, verðlag, kaupmáttur 1970—1980. Vísitölur 1970 = 100. 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Tekjur: Kauptaxtar launþega 118 149 184 274 348 436 636 985 1420 2 142 Ráðstöfunartekjur einstaklinga á mann . 123 155 209 319 422 560 826 1284 1918 2 906 Verðlag: Vísitala framfærslukostnaðar 106 117 143 205 306 404 527 759 1 104 1751 Vísitala byggingarkostnaðar 112 137 175 266 378 467 607 893 1313 2 043 Kaupmáttur: Kaupmáttur kauptaxta1) 111 127 128 133 114 108 121 130 129 122 Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann2) 114 127 137 146 130 133 149 161 164 159 Breyting frá fyrra ári, %: Kauptaxtar 18,5 25,9 23,3 48,7 27,1 25,4 45,8 55,0 44,1 50,8 Ráðstöfunartekjur á mann 22,6 26,1 35,0 52,7 32,3 32,7 47,5 55,5 49,4 51,5 Vísitala framfærslukostnaðar 6,4 10,3 22,2 43,0 49,0 32,2 30,4 44,1 45,5 58,5 Vísitala byggingarkostnaðar 12,2 22,0 27,8 52,0 42,1 23,5 30,0 47,2 47,0 55,6 Kaupmáttur kauptaxta 11,4 14,1 0,9 4,0 -14,7 -5,1 11,8 7,6 -1,0 -4,9 Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann .. 14,4 10,8 7,9 7,1 -11,2 2,0 12,5 8,0 1,6 -3,0 1) Miðað við vísitölu framfærsiukostnaðar. 2) Miðað við verðlag einkaneyzlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.