Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 19

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 19
19 um eignarskatt einstaklinga er samkvæmt fjárlögum og byggð á gildandi lögum og mati á aukingu álagningarstofns. Þessar áætlanir gefa til kynna, að álagður skattur til ríkisins aukist um 39% milli áranna 1980 og 1981, skattar til sveitarfélaga um 54% en í heild verði aukningin um 47%. Á þeim forsendum um þróun tekna á árinu 1981, sem áður er getið, hefur þetta í för með sér, að á árinu 1981 verða álagðir skattar sem hlutfall af tekjum ársins um 0,5% lægri en á árinu 1980. Skattbreytingin er hins vegar töluvert mismunandi eftir hæð tekna, á tekjum undir meðallagi er skattalækkunin meiri en hjá heildinni, en á háum tekjum þyngist skattbyrði hins vegar. Samkvæmt þeim forsendum og áætlunum, sem hér hafa verið raktar, munu ráðstöfunartekjur aukast nokkru meira en heildartekjur eða um 53—54%. Kaupmáttur ráðstöfunartekna ykist því lítið eitt í heild en yrði á mann svipaður og á síðastliðnu ári. Kaupmáttur kauptaxta yrði hins vegar 2% minni í ár en í fyrra. Þjóðarútgjöld. Einkaneyzla. Áætlanir um einkaneyzlu á árinu 1980 eru enn sem komið er einkum reistar á grófum vísbendingum. Sæmilega haldgóð vitneskja er fyrir hendi um nokkra liði neyzluútgjalda svo sem um innflutning neyzluvöru, en um fleiri liði verður enn að styðjast við lauslegar áætlanir. Miklar verðbreytingar valda því einnig, að afar erfitt er að meta, hvaða raungildisbreytingar felast í hinum ýmsu veltutölum, sem ætlast má á um. í þjóðhagsspá um mitt ár 1980 var gert ráð fyrir, að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna einstaklinga drægist saman um 3% í heild á árinu 1980 en um 4% á mann. Á þessum grundvelli svo og með hliðsjón af vísbendingum um þróun neyzluútgjalda fyrstu mánuði ársins voru taldar horfur á 1 '/2% samdrætti einkaneyzlu í heild á árinu, eða um 2x/2% á mann. Vitneskja um þróun útgjalda einstaklinga fram yfir mitt ár, meðal annars til kaupa á innfluttum vörum, benti síðastliðið haust til heldur minni samdráttar en reiknað var með um mitt ár og í þjóðhagsáætlun í október var gert ráð fyrir 1% samdrætti einkaneyzluútgjalda. Sem fyrr segir er nú talið, að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukizt um rösklega 53% í heild á árinu 1980. Þetta er svipuð aukning og reiknað var með í þjóðhagsáætlun, en á hinn bóginn er nú talið, að verðlag einkaneyzluútgjalda hafi að meðaltali hækkað heldur minna en framfærslukostnaður. Samkvæmt þessu má nú ætla, að kaupmátturráðstöfunartekna hafi dregizt saman um 2% í heild á árinu 1980, en í fyrri spám hafði verið reiknað með 3% samdrætti. Þrátt fyrir áætlaða rýrnun kaupmáttar á árinu benda tiltækar tölur um neyzlu- útgjöld ekki til samdráttar einkaneyzlu. Um vörukaup má nefna, að kaup á innlendum vörum virðast hafa dregizt saman en innflutningur aukizt að sama skapi, enda breyttust verðhlutföll innlendrar framleiðslu og innflutnings innlendu framleiðslunni í óhag á árinu. Þessarar þróunar gætti mjög í lok ársins 1979 og fyrstu mánuði ársins 1980; þá hélzt gengisskráning lítið breytt og innflutningsverð hækkaði mun minna en verð á innlendri framleiðslu. Verðhlutföll innlendrar framleiðslu og innflutnings jöfnuðust hins vegar að mun eftir því sem á árið leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.