Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 20

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 20
20 Tölur um sölu landbúnaðarafurða sýna, að sala mjólkurafurða hafi aukizt nokkuð á árinu 1980, en á móti dró úr sölu kindakjöts. í heild má telja, að sala landbúnað- arafurða 1980 hafi orðið svipuð og árið áður. Verð landbúnaðarafurða hækkaði í heild heldur meira en framfærslukostnaður, meðal annars vegna hlutfallslega lægri niðurgreiðslna en árið áður. Útgjöld til kaupa á annarri innlendri fram- leiðslu virðast á hinn bóginn hafa dregist allnokkuð saman. Af einstökum liðum innfluttrar neyzluvöru má nefna, að áfengis- og tóbakssala jókst nokkuð eftir samdrátt árin 1978 og 1979. Innflutningur einkabíla jókst um 7% að talið er, en alls voru fluttir inn 7.757 fólksbílar, eða 495 fleiri en árið 1979. Alls voru fólksbílar um 81.000 að tölu í ársbyrjun 1980 og innflutningurinn á árinu var því um 9'/2% af þeirri tölu og virðist það ekki óeðlilega hátt hlutfall meðhliðsjón af endingartíma og endurnýjunarþörf. Salaábenzíni nam alls 119,7 millj. lítra árið 1980ogvar um 1V2% meiri en árið 1979en um2% minni enhún hefur mest orðið, árið 1978. Undangengin tvö ár hefur benzínknúnum bílum fjölgað um 7—8% hvort ár, þannig að ætla má að meðaleyðsla á hvern bíl hafi dregizt saman um 15% í heild árin 1979 og 1980. Sala gasolíu til húsakyndingar varð 30% minni 1980 en árið næsta á undan og má þakka það hvoru tveggja, tilkomu nýrra hitaveitna og mildu árferði. Undanfarin ár hefur notkun olíu til húsakyndingar minnkað stöðugt og um meira en helming undangegnin 5 ár eða úr 159 þús. lítra árið 1975 í 71 þús. lítra 1980, en samdrátturinn á liðnu ári er sá mesti sem orðið hefur á einu ári þetta tímabil. Innflutningur annarrar neyzluvöru en þeirrar, sem hér hefur verið getið, jókst að mun á liðnu ári eða a. m. k. um 6% að ætlað er. Lítil vitneskja er enn sem komið er fyrir hendi um selda þjónustu, sem telst til einkaneyzlu, en þó er sýnt að starfsemi ýmissa opinberra þjónustufyr- irtækja, einkum hitaveitna og jafnframt heilbrigðisstofnana, hefur aukizt. Útgjöld til samgangna eru loks talin hafa dregizt saman. í heild er nú áætlað að þjónustu- útgjöld einkaneyzlunnar hafi orðið álíka mikil að raungildi árin 1979 og 1980. Séu þær áætlanir sem hér hafa verið raktar, dregnar saman, fæst sú niðurstaða, að neyzluútgjöld einstaklinga hafi árið 1980 orðið svipuð að raungildi og árið áður, þrátt fyrir 2% rýrari kaupmátt. Þessi niðurstaða bendir til þess, að hlutfall sparnaðar af tekjum einstaklinga hafi orðið lægra á árinu 1980 en árið næsta á undan. Þessa lækkun sparnaðarhlutfalls er raunar erfitt að styðja með tölulegum gögnum, enda upplýsingar af skornum skammti um ýmsa þætti sparnaðar ein- staklinga. Tölur um heildarinnlán í bönkum og sparisjóðum í árslok 1980 saman- borið við árslok 1979 sýna raunar umtalsverða aukningu að raungildi, ef upp- færsla vaxta er meðtalin, en vöxtur nýrra innlána er að líkindum mun minni. Bankaútlán til einstaklinga jukust að mun fyrri hluta árs og má vera, að menn hafi nýtt sér bankalán í auknum mæli framan af ári til að halda neyzluútgjöldum í horfinu. Tölur um útlán til íbúðabygginga og íbúðakaupa einstaklinga sýna enn- fremur aukningu að raungildi, þrátt fyrir að íbúðabyggingar hafi dregizt saman. Þetta bendir til, að einstaklingar hafi varið tiltölulega minna af eigin sparnaði til íbúðabygginga en árið áður. Spáin um einkaneyzlu á árinu 1981 er einkum reist á þeim forsendum um þróun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.