Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 21

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 21
21 kaupmáttar ráðstöfunartekna, sem áður er getið. í þeim forsendum er gert ráð fyrir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann verði að ársmeðaltali svipaður og síðastliðið ár. Ekki er reiknað með, að úr sparnaði dragi frekar en varð á liðnu ári og því gert ráð fyrir, að einkaneyzlan þróist með sama hætti og kaupmáttur, standi í stað á mann, en aukist um 1% í heild. Þetta er sama niðurstaða og fékkst í þjóðhagsáætlun. Ógerningur er að segja fyrir um breytingar einstakra útgjalda- liða, en það fer meðal annars eftir þróun verðlags og breytingu verðhlutfalla, sem mun að verulegu leyti ráðast af gengisskráningu. Samneyzla. Aætlanir um samneyzlu á liðnu ári eru einkum byggðar á bráðabirgðatölum um ríkisútgjöld, en lítið er vitað um samneyzluútgjöld sveitarfélaga. Líkur eru taldar á, að samneyzla hafi aukizt heldur minna á árinu 1980 en árin næstu á undan, eða um 2%, samanborið við 3,5% 1979 og 3,8% 1978.Þessi áætlun fyrir árið 1980 er óbreytt frá þeim spám um samneyzlu, sem settar voru fram í þjóðhagsáætlun í október og í júlíhefti skýrslunnar Úr þjóðarbúskapnum. Fjárlög ársins 1981 fela í sér nokkra aukningu samneyzlu á þessu ári og sama gildir um þær útgjaldaáætlanir sveitarfélaga, sem þekktar eru. í þjóðhagsspá þessa árs er því gert ráð fyrir, að samneyzlan aukizt um svipað hlutfall og á liðnu ári, eða um 2% að raungildi. Fjármunamyndun. í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1980 var gert ráð fyrir, að fjármuna- myndunin í heild yrði samkvæmt þjóðhagsreikningauppgjöri1) tæplega 7% meiri að raungildi en á árinu 1979. Á verðlagsforsendum áætlunarinnar var fjármuna- myndun talin verða 3.273 m.kr. Er fjármunamyndunarspáin var endurskoðuð um mitt ár, voru taldar horfur á heldur meiri aukningu, eða um 8^2% að raungildi, auk þess sem sýnt var, að verðlag hækkaði meira en gert var ráð fyrir í fjár- festingar- og lánsfjáráætlun. í áætlun fyrir árið 1980 er nú talið, að fjármuna- myndunin hafi orðið um 8% meiri að vöxtum2) en á árinu 1979 og numið 3.585 m.kr. Verðlag fjármunamyndunar er talið hafa reynzt nær 53% hærra að meðaltali en árið áður, meðalhækkun byggingarkostnaðar var 55,6%, en verð innfluttrar fjárfestingarvöru hækkaði talsvert minna. í fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun var reiknað með 45% hækkun byggingarkostnaðar. Aukning fjármunamyndunarinnar á árinu 1980 stafar að mestu leyti af stór- framkvæmdum, einkum við Hrauneyjafossvirkjun, sem urðu nær fjórðungi meiri en árið áður, og af innflutningi skipa og flugvéla, en útgjöld til þeirra kaupa urðu ') í þjóðhagsreikningum ársins 1979 er farið með tjón það, er varð er þota Flugleiða fórst haustið 1978, með þeim hætti, að tryggingabætur fyrir þotuna, sem greiddar voru á árinu 197 9, voru dregnar frá fjármunamyndunartölum ársins en færðar til tekna á þjónustureikningi utanríkisviðskipta. Þessar færsiur hafa ekki áhrif á þjóðarfram- leiðslutölur, en valda því á hinn bóginn að töiur um fjármunamyndun 1979 verða lægri en útgjöld til fjár- munamyndunar á því ári. Á sama hátt mælist aukning fjármunamyndunar í þjóðhagsreikningum milli áranna 1979 og 1980 meiri en ella vegna frádráttarins 1979 og meiri en raunveruleg aukning útgjalda á sama tíma. 2) Útgjaldaaukningin er hins vegar áætluð 6%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.