Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 34

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 34
34 ríkisins, sem verið hefur eitt megineinkenni þeirra undanfarin ár. í stað stöðugs halla fyrstu sjö mánuði ársins eins og venjan hefur verið var rekstrarafkoman 1980 óhagstæð í þremur af þessum sjö mánuðum, hagstæð í tveimur og á sléttu í tveimur mánuðum. Mánuðina ágúst-nóvember 1980 var rekstrarafkoman hag- stæð í hverjum mánuði nema í september, er hún var í járnum, en í síðasta mánuði ársins tókst ekki að láta enda ná saman. Samkvæmt bráðabirgðatölum ríkisbók- halds um innheimtar tekjur og greidd útgjöld má ætla, að rekstrarhallinn í árslok 1980 hafi numið 0,1—0,2% af þjóðarframleiðslu samanborið við 1,0% 1979 og 1,2% 1978. í fjárlögum hafði hins vegar verið stefnt að rekstrarafgangi, er nam 0,3% af þjóðarframleiðslu. Sé miðað við tekjur ríkissjóðs lætur nærri, að rekstr- arhallinn 1980 hafi numið 0,4% samanborið við markmið fjárlaga um afgang er næmi 0,8% af tekjum. Rekstrarútkoman 1980 virðist þannig hafa orðið nokkru lakari en að var stefnt í fjárlögum en töluvert hagstæðari en nokkur undangengin ár. Þessa tiltölulega hagstæðu þróun ríkisfjármálanna má skýra með ýmsu móti. Tekjuöflun hefur verið aukin að mun undanfarin þrjú ár, og meðal annars í lok ársins 1979 og snemma á árinu 1980. Innheimtar tekjur jukust um nær 55%, eða nokkru meira en útgjöld á árinu 1980, að því bráðabirgðatölur gefa til kynna. Tekjuaukningin var mjög mikil fyrstu mánuði ársins, en síðari hluta ársins varð aukningin minni. Innheimtureynsla ársins er enn sem komið er heldur óljós og skýrist ekki fyrr en ríkisreikningur er fram kominn, en allt bendir til, að beinir skattar hafi innheimzt fremur illa. Að hluta stafar þetta sennilega af þeim drætti, sem varð á álagningu, einkum á félög, vegna upptöku nýrra skattalaga með skattárinu 1980. Slæleg innheimta beinna skatta virðist þannig hafa valdið því, að tekjuheimta síðustu mánuði ársins var slakari en áætlað var og venja hefur verið. Afleiðing þessa var meðal annars sú, að hlutfall innheimtra skatta ríkissjóðs af þ jóðarframleiðslu varð lægra á árinu 1980 en árið næsta á undan, þrátt fyrir hækkun skatta. Þetta hlutfall var um 26V2% árin 1973—1976, 25% 1977, rösklega 26% 1978, hækkaði í 27,6% 1979 en hefur líklega orðið heldur lægra í fyrra. Skattar til sveitarfélaga hafa að líkindum orðið rösklega 7% af þjóðarframleiðslu á árinu 1980 og er það svipað hlutfall og það hefur orðið hæst undanfarinn áratug. Útgjöld ríkissjóðs jukust fremur lítið fyrstu mánuði ársins og var það einkum vegna þeirrar tafar, sem varð á afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1980. Útgjöld jukust að mun, eftir að fjárlög höfðu verið samþykkt, en útgjaldaaukningin yfir árið var engu að síður mun minni en aukning tekna. Útgjöld til einstakra málaflokka jukust mismikið, útgjöld til niðurgreiðslna jukust lítið í krónum, 18%, og fól það í sér mikla lækkun að raungildi og átti hvað drýgstan þátt í tiltölulega lítilli aukningu heildarútgjalda. Útgjöld til ýmissa annarra málaflokka jukust á hinn bóginn mun meira en verðlag, t. d. til tryggingamála (64%), vegamála (86%) og útflutningsuppbóta (101%), eftir því sem bráðabirgðatölur segja til um. Sem fyrr segir var greiðsluafgangur hjá ríkissjóði á árinu 1980 og nam hann um 0,4% af þjóðarframleiðslu samanborið við 0,3% afgang á árinu 1979. í fjárlögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.