Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 35

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 35
35 var hins vegar stefnt að greiðsluafgangi, er næmi 0,8% af þjóðarframleiðslu. Greiðsluafkoman var því lakari en að var stefnt. Greiðsluafkoma ársins gefur þó ekki nema takmarkaða vísbendingu um framvinduna á árinu, en hún varð um margt jákvæðari en árstölur sýna. í þessu sambandi má nefna, að samkvæmt reikningum Seðlabankans varð dagleg greiðslufjárþörf ríkissjóðs mun minni á árinu 1980 en 1979. Þannig var meðalskuld ríkissjóðs frá áramótum á viðskipta- reikningumíSeðlabankanumum 109 m. kr. áárinu 1980 en 122 m. kr. árið 1979. Fjárlög ársins 1981 voru samþykkt á Alþingi í desember síðastliðnum. Helztu þjóðhagsforsendur fjárlaga voru, að almenn þjóðarútgjöld ykjust um 1,3% að raungildi frá fyrra ári, tekjur og verðlag hækkuðu um 42% að meðaltali á árinu og innflutningsverð hækkaði um 8% í erlendri mynt en 42% í krónum. Á þessum forsendum meðal annars voru innheimtar tekjur áætlaðar 5 515 m. kr., eða um 50% meiri en bráðabirgðatölur fyrir árið 1980 sýna. Útlögð gjöld voru áætluð 5 457 m. kr., eða 48% meiri en samkvæmt bráðabirgðatölum síðastliðins árs. Því var gert ráð fyrir, að rekstrarjöfnuður yrði hagstæður um 57 m. kr., eða sem svaraði 1% af tekjum, eða 0,3% af þjóðarframleiðslu miðað við þær forsendur sem fjárlögin byggðust á. Þá var gert ráð fyrir, að lánajöfnuður (lánsviðskipti við Seðlabanka ekki meðtalin) yrði hagstæður um 83 m. kr., en um 13 m. kr. útstreymi yrði á viðskiptreikningum. Samkvæmt fjárlögum er því stefnt að 127 m. kr. greiðsluafgangi hjá ríkissjóði á árinu 1981, eða sem nemur 0,7% af þjóðarframleiðslu, en þar af er ráðgert að verja 100 m. kr. til greiðslu á skuld ríkissjóðs við Seðlabankann. Framvinda ríkisfjármálanna það sem af er árinu segir litla sögu enn sem komið er. Fyrstu þrjá mánuðina voru tekjur um 56% meiri en á sama tíma í fyrra. Aukning útgjalda á þessum tíma var, eins og við mátti búast, mun meiri og er breytingin ekki marktæk vegna þess hve haldið var aftur af útgjöldum fyrstu mánuði ársins 1980 vegna tafa á afgreiðslu fjárlaga. Frá áramótum til marzloka var rekstrarafkoma ríkissjóðs óhagstæð um 109 m. kr., eða sem nam 10% af tekjum ríkissjóðs þennan tíma, en var á sama tíma í fyrra óhagstæð sem nam 5% af tekjum, en sá samanburður er naumast marktækur eins og fyrr segir. Til marzloka 1979 var rekstrarafkoma óhagstæð, er nam nær fjórðungi tekna, 1978 nam rekstrarhallinn til marzloka 19% af tekjum, en 15% á sama tíma 1977. Útkoman þrjá fyrstu mánuði þessa árs sýnist því skárri en næstliðin ár. Greiðslu- afkoma ríkissjóðs frá ársbyrjun til marzloka 1981 var óhagstæð um 190 m. kr., eða um 17% af tekjum og er það einnig skárri útkoma en árin 1977-1979. Peningamál og lánamál. Þróun peningamála á árinu 1980 var ekki ólík því sem verið hefur á nokkrum undanförnum árum, sé litið á heildarstærðir, svo sem breytingar peningamagns og sparifjár eða peningaútstreymi úr bankakerfinu. Síðastnefnda stærðin fæst með því að leggja gjaldeyriskaup bankanna við aukningu í innlendum liðum peninga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.