Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 39

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 39
39 Hagur botnfiskveiða 1969—1980. Tölur sýna hlutföll af heildartekjum. Meðaltal Áætlun 1969—1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Brúttóhlutdeild fjármagns1) 11,1 7,4 10,3 9,6 13,2 15,6 14,5 13,5 Hreinn hagnaður2) -4,7 -13,4 -14,2 -12,3 -6,6 -6,2 -4,6 -4,4 1) Tekjur að frádregnum rekstrargjöldum án vaxta og afskrifta. Þessi mælikvarði sýnir það sem reksturinn skilar á hverjum tíma upp í fjármagnskostnað og hagnað. 2) Tekjur að frádregnum öllum gjöldum, þar meðtöldum vöxtum og afskriftum. Vextir eru hér reiknaðir sem áfallnir vextir á árinu að meðtöldum gjaldföllnum verðbótum og gengistryggingu. Afskriftir eru hér metnar eftir sömu reglu öll árin, en ekki eftir reglum skattalaga, sem hafa verið breytilegar. Afskriftir eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af vátryggingarverðmæti flotans. þess sem talsverður munur er á afla skipanna. Af þessum sökum getur verið mikill munur á rekstrarafkomu einstakra útgerðarfyrirtækja. Þetta á í enn ríkara mæli við um greiðsluafkomu fyrirtækjanna vegna mismunandi afborgana af stofnlán- um. Einnig má nefna að miklar tímabundnar sveiflur voru í afkomunni í fyrra. Afkoman var allgóð framan af ári, enda afli þá óvenju mikill. Um mitt ár snöggversnaði afkoman, er olíuverð hækkaði og þorskveiðitakmarkanir voru hertar. Af þessum sökum varð greiðslustaða margra fyrirtækja erfið á síðari hluta ársins. Áætlanir um rekstrarstöðu báta og togara á fyrstu mánuðum þessa árs benda til þess, að afkoma botnfiskveiðanna í heild sé ekki lakari en að meðaltali á árinu 1980, ef miðað er við rekstur á heilu ári og þann þorskafla, sem stefnt er að í ár. Þorskveiðitakmarkanir eru meiri á fyrstu mánuðum þessa árs en í fyrra auk þess sem gæftir hafa verið afar stirðar. Aflinn fyrstu þrjá mánuðina er því mun minni en í fyrra og á það einkum við um þorskaflann, sem varð 31 % minni en í fyrra. Þetta rýrir afkomu flotans, einkum eftir að olíuverð hækkaði í febrúar. Hins vegar má gera ráð fyrir að aflinn verði jafnari yfir árið nú en var í fyrra, þannig að tölur um fyrstu þrjá mánuðina gefa ekki rétta mynd af árinu öllu. Af einstökum greinum er staða stærri skuttogaranna lökust. Er það öfugt við það sem var á árinu 1979, er afkoma þeirra var talsvert betri en afkoma báta og minni skuttogara. Ástæður þessarar breytingar eru einkum þær, að afli stærri togaranna hefur aukizt lítið og svartolía vegur þyngra í heildarreikningi þeirra. Verð á svartolíu er nú 240% hærra en meðalverðið árið 1979 en verð á gasolíu er tæplega 150% hærra. Sá ávinningur, sem var af brennslu svartolíu miðað við brennslu gasolíu á árinu 197 9, hefur þannig nrinnkað verulega. Á síðasta ári varð mikil breyting á afkomu loðnuflotans frá því sem var árin 1978 og 1979. Loðnuaflinn minnkaði úr 956 þúsund tonnum árið 1979 í tæplega 670 þúsund tonn eða um 30% auk þess sem mun minna var fryst af loðnu og loðnuhrognum. Hráefnisverð á loðnu til bræðslu hækkaði að vísu meira en verð á botnfiski vegna hagstæðrar verðþróunar á loðnumjöli, einkum á síðari hluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.