Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 40

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 40
40 ársins, en hráefnisverð á loðnu til frystingar og verð á loðnuhrognum lækkaði frá árinu áður þannig að meðalhráefnisverð loðnu hækkaði minna en verð á botnfiski milli áranna 1979 og 1980. Afkoma loðnuflotans á síðasta ári var því mun lakari en afkoma botnfiskveiðiflotans, öfugt við það sem var árin á undan. Loðnuafli á nýliðinni vetrarvertíð var aðeins rúmlega 150 þúsund tonn saman- borið við 392 þúsund tonn í fyrra og rúmlega 500 þúsund tonn árið 1979. Segja má, að vetrarvertíð á loðnuveiðum sýnist nú, að minnsta kosti um sinn, úr sögunni. Kvóti fyrir loðnuveiðar er ákveðinn í einu lagi frá hausti til vors. Þar sem loðna til bræðslu er mun afurðameiri á hausti en vetri, er meginhluti kvótans veiddur á haustvertíð. Afli á vetrarvertíð nú var því eingöngu sá hluti kvótans, sem einstakir bátar skildu eftir af kvóta sínum í haust auk þess sem nokkru var bætt við vegna hrognatöku til frystingar. Hráefnisverð hækkaði verulega frá áramótum auk þess sem talsvert var fryst af loðnuhrognum. Hluti af flotanum fékk einnig leyfi til þorskveiða og bætti það afkomu þeirra báta. Mörg loðnuskipanna eru hins vegar ekki búin til slíkra veiða. Meðan ekki rætist úr með ástand loðnustofnsins og ekki er unnt að auka veiðarnar í það sem þær voru fyrir fáum árum, verður rekstrarstaða loðnuflotans áfram erfið. Fiskvinnsla. Á árinu 1980 urðu miklar breytingar á hagnýtingu botnfiskaflans frá því sem var árið áður. Má rekja þær breytingar til mismunandi markaðsástands og verðþró- unar fyrir einstakar afurðir. Meðalverð á frystum fiski á árinu 1980 var heldur lægra í erlendri mynt en árið áður og freðfiskframleiðslan dróst saman um 4—5 %. Markaðsverð á saltfiski hækkaði um 18% í erlendri mynt og saltfiskframleiðslan jókst um nær 30%. Skreiðarverð hækkaði svipað og saltfiskverð og framleiðslan nær þrefaldaðist og varð 13 þúsund tonn. Verulegur samdráttur varð hins vegar í mjöl- og lýsisframleiðslu eða um 20%, vegna minni loðnuafla. Samkvæmt bráða- birgðatölum jókst framleiðsla sjávarafurða um 10—11% á síðasta ári. Þetta er heldur meiri aukning en aflatölur benda til. Vegna mikilla sveiflna í magni og verði einstakra afurða er hins vegar erfitt að bera saman breytingar á aflaverð- mæti og breytingar á heildarframleiðslu. Magnvísitala sjávarafurðaframleiðslu 1971—1980. 1971 = 100 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Vísitala Breyting milli ára, % 94,2 -5,8% 103,8 10,3% 106,1 2,1% 105,9 -0,1% 118,2 11,5% 143,1 21,1% 151,3 5,7% 174,4 15,3% 192,7 10,5% Hagur frystingar á árinu 1979 var svipaður og á árinu 1978 á mælikvarða brúttóhlutdeildar fjármagns (tekjur að frádregnum gjöldum öðrum en vöxtum og afskriftum) en heldur lakari á mælikvarða hreins hagnaðar, þrátt fyrir 18%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.