Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 42

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 42
42 komu frystingar eftir hækkun fiskverðs, þrátt fyrir að hækkun á gengi dollars í byrjun febrúar bætti talsvert úr. Markaðsverð á freðfiski var í ársbyrjun lægra en meðalverð þriggja síðustu ára, ef meðalverðin eru hækkuð með tilliti til verðbólgu í Bandaríkjunum eða í OECD-ríkjum síðustu þrjú árin. Við ákvarðanir í Verð- jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins hefur einkum verið litið til afstöðu markaðsverðs til meðalverðs síðustu ára og hefði sú aðferð gefið tilefni til greiðslu úr freðfiskdeild sjóðsins. Innstæða frystideildar var hins vegar þrotin og sjóðurinn gat því ekki staðið undir greiðslum af eigin rammleik. í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar frá áramótum var gert ráð fyrir, að Verðjöfnunarsjóði yrði útvegað fjármagn til þess að tryggja eðlilega afkomu fiskvinnslunnar, ef þörf krefði. Við fiskverðsákvörðun lá síðan fyrir yfirlýsing ríkisstjórnarinnar þess efnis, að hún mundi beita sér fyrir ráðstöfunum til þess að frystideild Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins gæti staðið við skuldbindingu um viðmiðunarverð, er væri 5% yfir þáverandi markaðsverði. í framhaldi af þessu ákvað stjórn Verðjöfnunarsjóðs viðmiðunarverð, er voru 5% yfir markaðsverði. Petta felur í sér, að greiðslur úr sjóðnum nema rúmlega 3% af heildartekjum frystingar. Ákvörðun þessi gildir til maíloka og gæti hún þýtt rúmlega 30 milljón króna greiðslu á þessu tímabili miðað við svipaða framleiðslu og undanfarin ár. Nú er hins vegar ljóst, að framleiðslan verður mun minni. Ekki hefur verið endanlega ákveðið, með hvaða hætti þessar greiðslur Verðjöfnunar- sjóðs verða fjármagnaðar. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að bæta stöðu frystingarinnar, er afkoma greinarinnar slök. Áætlanir benda til þess, að frystingin verði rekin með nokkrum halla á vetrarvertíð 1981, jafnvel þótt miðað sé við ársframleiðslu eins og á árinu 1980. Eins og áður sagði, hefur framleiðslan dregizt verulega saman fyrstu mánuði ársins og gerir það afkomu greinarinnar lakari en ella. Hagur einstakra fyrirtækja er að vísu mjög misjafn, eftir því hvaða möguleika þau hafa til saltfisk- og skreiðarverkunar, þar sem afkoma er mun betri. Frystingin er hins vegar lang mikilvægasta vinnslugreinin og léleg staða þeirrar greinar veikir um leið stöðu sjávarútvegsins í heild. Verðþróun á saltfiski hefur verið hagstæð síðustu tvö árin og afkoma saltfisk- verkunar hefur því batnað mikið. Þetta hefur bæði komið fram í batnandi hag fyrirtækjanna og minnkandi greiðslum úr V erð jöfnunarsjóði, en þær voru einkum miklar á árinu 1978, enda hafði markaðsþróun þá verið óhagstæð um nokkurt skeið. Saltfiskframleiðslan á síðasta ári jókst um nær 30% frá árinu 1979, eins og áður sagði, og hefur framleiðslan ekki verið meiri á einu ári síðan 1952. Nýlega tókust samningar við Portúgali og Spánverja um saltfisksölu á þessu ári og er verðið að meðaltali nær 20% hærra í dollurum en í fyrra. Er þetta því þriðja árið í röð, sem umtalsverð hækkun verður á saltfiskverði. Þessir samningar munu einnig fela í sér, að greitt verður í saltfiskdeild Verðjöfnunarsjóðs, en frá árinu 1977 hefur verið greitt úr deildinni. Fram að þeim tíma var hins vegar greitt í sjóðinn. Með þeim samningum, sem gerðir hafa verið um saltfisksölu nú, er afkoma greinarinnar góð og betri en hún hefur verið um langt skeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.