Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 44

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 44
44 ársfjórðungi. Meðalútflutningsverð á mjöli var um 26% hærra í dollurum á árinu 1980 en árið áður. Lýsisverð var óstöðugt á árinu. Verðið hækkaði á fyrstu mánuðum ársins en féll síðan í apríl og maí og fór heldur lækkandi allt fram í nóvember, er verðið tók stökk upp. Meðalverðið í fyrra var tæplega 5% hærra en árið áður. Verðþróunin í fyrra gaf tilefni til greiðslu úr Verðjöfnunarsjóði vegna lýsis og á vetrarvertíð var einnig greitt úr sjóðnum vegna mjöls. Það snerist hins vegar við á haustvertíð, er greitt var í sjóðinn af mjöli. í heild má segja, að afurðaverð hafi verið mjöl- og lýsisvinnslu frekar hagstætt á síðasta ári og Verð- jöfnunarsjóður jafnaði sveiflur í lýsisverði. Samdráttur loðnuaflans rýrði hins vegar hag greinarinnar, eins og áður sagði, og einnig kom mikil hækkun svartolíu- verðs hart niður á bræðslunum. Þessi vandi hefur enn magnazt á fyrstu mánuðum ársins 1981, er svartolíuverð hækkaði um 20% í febrúar. Er nú svo komið, að olíukostnaður er nær 30% vinnslukostnaðar (án hráefnis). Árið 1975 var þetta hlutfall um 20% og 1972 (fyrir olíuverðshækkunina 1973/74) aðeins um 11%. Verð á fiskmjöli hefur heldur lækkað á heimsmarkaði frá því um áramót og sama gildir um lýsisverð. Afkoma fiskmjölsverksmiðja er afar erfið um þessar mundir og hefur versnað verulega frá því í haust, meðal annars vegna hækkunar hráefn- isverðs frá áramótum. Hér verður hins vegar frekar að líta til haustvertíðarinnar síðustu og vetrarvertíðar nú í einu lagi. Yfir allt tímabilið hefur afkoma greinar- innar í heild verið sæmileg, en afkoma einstakra verksmiðja er mismunandi, eftir því hvenær þær tóku á móti hráefni og hvaða verð þær fengu fyrir afurðirnar. Afkomuhorfur í þessari grein á síðari hluta ársins eru hins vegar dökkar miðað við núverandi markaðsverð afurða og hinn mikla olíukostnað. Þetta á einnig við um loðnuveiðarnar, ekki sízt ef ekki verður unnt að auka veiðikvótann svo um munar. Landbúnaður. Árferði var landbúnaðinum hagstætt 1980. Eftir erfitt tíðarfar lengst af árið 1979 brá til hins betra á haustdögum og má segja að veðurfar hafi verið milt allt fram á haust 1980. Sauðburður gekk vel og fé gekk vel fram, sláttur hófst snemma og heyfengur varð rösklega fjórðungi meiri að vöxtum en á árinu 1979. Fóðurgildi heyjanna virðist hins vegar hafa orðið fremur rýrt í sumum landshlutum og jafnvel í tæpu meðallagi. Á árinu 1980 var tekið upp framleiðslukvótakerfi í landbúnaði og lagður á fóðurbætisskattur. í meginatriðum er fóðurbætisskatturinn með þeim hætti, að hver búvöruframleiðandi á rétt á ákveðnu magni af fóðurbæti með 33% álagi og fer það eftir framleiðslurétti hans samkvæmt búmarki, sem miðast við meðal- framleiðslu áranna 1976—1978 hvað nautgripa- og sauðfjárrækt varðar en við framleiðsluna 1979 þegar alifugla- og svínaafurðir eiga í hlut. Að öðru leyti er lagt 200% gjald á innflutt kjarnfóður. Sem dæmi um mikilvægi kjarnfóðurs í rekstr- arkostnaði kúabúa má nefna, að samkvæmt búreikningum 1979 fóru um 17,5% af tekjum kúabúanna til kaupa á kjarnfóðri og voru um þrír fjórðu hlutar þess innfluttir. í svína- og alifuglarækt er þetta hlutfall mun hærra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.