Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 45

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 45
45 Kvótakerfið byggir á því, að framleiðanda er tryggt fullt grundvallarverð fyrir ákveðinn hluta framleiðslunnar en útflutningsverð fyrir það sem umfram er. í fyrstu var ráðgert að fyrir framleiðslu sem nemur afurðum 300 ærgilda yrðu 92% afurðanna greidd á fullu verði, en 8% á óverðbættu útflutningsverði en umfram það mark yrðu 80% framleiðslunnar greidd fullu verði en 20% á útflutningsverði. Horfur eru á því, að fyrir verðlagsárið 1980/1981 geti þessi skerðing orðið nokkru minni ef til vill 2—4%. Eins og markaðsaðstæður eru nú fæst um þriðjungur grundvallarverðs fyrir útfluttar sauðfjárafurðir. Útflutningsverð mjólkurafurða nægir hins vegar aðeins til að borga vinnslukostnað og hluta af flutningskostnað- inum til búsins, en skilar bændum engu. Framangreindar aðgerðir hafa vafalaust átt þátt í þeim samdrætti búvörufram- leiðslunnar, sem varð á liðnu ári, en samdráttur varð bæði í framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða. Fækkun búpenings haustið 1979 vegna harðinda á því ári kann og að hafa haft áhrif á framleiðsluna 1980. Innvegin mjólk mjólkurbúanna minnkaði um 10 milljón lítra eða 8,7% á árinu 1980 og kindakjötsframleiðslan mun hafa orðið um 14 200 tonn eða um 9% minni en árið áður. Mun færra fé var slátrað en árið áður, en meðalfallþungi dilka varð hins vegar um 1 lh kg meiri. Pótt samdráttur hafi þannig orðið í framleiðslu nautgripa- og sauðfjárafurða varð vöxtur í ýmsum öðrum búgreinum, m. a. í ræktun gróðurhúsaafurða og garðrækt, og varð kartöfluuppskera t. d. mjög góð. Loðdýrarækt gekk vel á árinu, bæði hjá minnka- og refabændum, og er þessi grein í örum vexti. Að öllu samanlögðu má ætla, að landbúnaðarframleiðslan í heild hafi minnkað um 6—7% á árinu 1980 án bústofnsbreytinga. Endanlegar tölur um bústofns- breytingar á árinu 1980 liggja ekki fyrir en þó bendir margt til þess að töluverð aukning hafi orðið á bústofni gagnstætt því sem varð á árinu 197 9. Að meðtöldum bústofnsbreytingum má ætla, að landbúnaðarframleiðslan í heild hafi orðið svip- uð á árinu 1980 og árið á undan. Sala ýmissa helztu mjólkurafurða, svo sem nýmjólkur, rjóma, skyrs og undan- rennu, var svipuð á árinu 1980 og árið næsta á undan en sala á smjöri og mjólkurosti jókst. Hins vegar dróst sala á kindakjöti saman um 7% frá árinu 1979 en varð þó meiri en á árunum 1976—1978. í lok ársins 1980 voru smjörbirgðir með minnsta móti eða sem svaraði þriðjungi ársneyzlunnar en höfðu numið um fjórumfimmtu ársneyzlunnar árin 1977—1979. Birgðir kindakjötsum síðastliðin áramót voru nokkru minni en nam innanlandsneyzlunni á árinu 1980 og var það svipað og í árslok 1979 en birgðir í árslok 1977 og 1978 voru töluvert umfram neyzluna þessi ár. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs tóku mjólkurbúin á móti um 13% minni mjólk en á sama tíma í fyrra. Þetta er heldur minni samdráttur og varð á 3. og 4. ársfjórð- ungi 1980. Hér gætir án efa minnkandi fóðurbætisgjafar af völdum fóðurbætis- skattsins og ef til vill stafar samdrátturinn einnig af fækkun mjólkurkúa. Yrði framhald á þessari framvindu á árinu mætti búast við að mjólkurframleiðslan dygði ekki til að fullnægja innanlandsþörfum. Til að sporna við þessari þróun og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.