Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 47

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 47
47 Áætlanir Þjóðhagsstofnunar um rekstrarafkomu iðnaðarins benda til þess, að í heild hafi hagur iðnaðarins (án mjólkurvinnslu og álframleiðslu) verið heldur skárri á árinu 1979 en árið næsta á undan. Áætlun fyrir árið 1980 sýnir svipaða heildarútkomu og árið 1979. Tímabilið 1971—1976 virðist hagur alls iðnaðarins hafa orðið mjög svipaður ár hvert og hreinn hagnaður fyrirtækjanna allra numið um 3 % af tekjum. Árið 1977 versnaði afkoman hins vegar og enn árið 1978, en þá er talið að hreinn hagnaður hafi ekki orðið nema tæplega 1% af tekjum fyrirtækj- anna í heild. Árin 1979 og 1980 gefa áætlanir til kynna að þetta hlutfall hafi verið um 1 a/2%. í þessu sambandi verður að hafa hugfast, að hér er um heildartölur að ræða, sem kunna að leyna verulegum mun á afkomu einstakra fyrirtækja og greina. Ljóst er að sú er einmitt raunin árin 1979 og 1980. Þannig virðist afkoma vörugreina, er framleiða fyrir innanlandsmarkað, og afkoma viðgerðargreina hafa verið betri að jafnaði en afkoma útflutningsiðnaðarins. Afkoma í einstökum greinum útflutningsiðnaðar hefur þó einnig verið mismunandi. í ársbyrjun 1981 virtist hagur skinnaiðnaðar betri en á árinu 1980 en í ullarinaði sýndu áætlanir nokkurn halla á rekstri greinarinnar í heild, þrátt fyrir verðhækkanir afurða og vaxandi framleiðslu. Afkoma útflutningsiðnaðarins síðar á árinu mun aðallega ráðast af hækkun á innlendum kostnaði og gengisskráningu. Aðnir greinar. Velta í smásöluverzlun samkvæmt söluskattsframtölum jókst um rúmlega 55% milli áranna 1979 og 1980 og er það heldur minna en hækkun vöruliða í vísitölu framfærslukostnaðar. Velta í byggingarvöruverzlun jókst nokkru meira en nam verðbreytingum og sama gildir líklega einnig um heildverzlun. Sala á olíuvörum í heild dróst hins vegar saman á árinu. Svo virðist sem veltuaukning í verzluninni allri hafi verið nálægt hin sama og nam verðhækkun, þannig að umsvif í verzlun hafa verið nokkurn veginn óbreytt frá árinu áður. Rafmagnsframleiðsla mæld í gígavattstundum varð um 7‘/2% meiri í fyrra en árið áður og munar þar mest um aukna sölu til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Almenn raforkunotkun jókst aðeins um 1 '/2%. Raforkufram- leiðsla í fyrra varð hins vegar minni en eftirspurn gaf tilefni til, þar sem skammta varð rafmagn til stóriðju vegna vatnsskorts, eins og áður hefur komið fram. Rekstur hitaveitna varð umfangsmeiri í fyrra en árið áður, þar sem ný svæði voru tengd hitaveitu, en heildartölur um vatnssölu liggja ekki fyrir. Samdráttur varð í rekstri samgöngugreina á síðasta ári, þegar á heildina er litið, fyrst og fremst vegna verulegs samdráttar í rekstri Flugleiða. Flutningar skipafé- laganna jukust hins vegar, enda varð aukning bæði á útflutningi og almennum vöruinnflutningi. Áður hefur komið fram, að byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð varð að líkindum 3—4% meiri á árinu 1980 en árið áður. Séu þær tölur og áætlanir, sem hér hafa verið nefndar um framleiðslubreytingar í einstökum greinum dregnar saman og bætt við lauslegum áætlunum um aðrar greinar, virðist niðurstaðan um vöxt þjóðarframleiðslu svipuð og áður var gerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.