Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 5

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 5
5 unin saman um 7% en þjóðarframleiðsla jókst um V2%. Olíunotkun í hlutfalli við þjóðarframleiðslu hefur þannig minnkað um 18% frá árinu 1978 til ársins 1981 en minnkaði aðeins um 8% eftir olíuverðshækkunina fyrri. í stærstu iðnríkjunum, ekki síst Bandaríkjunum, er munurinn enn meiri. Ástæðurnar eru meðal annars þær, að orkuverð til neytenda hækkaði mun fyrr eftir olíuverðshækkunina síðari og ýmsar ráðstafanir til orkusparnaðar, sem gerðar voru eftir 1974, voru farnar að bera árangur. Auk þess var nú almennt gert ráð fyrir, að olíuverðshækkunin yrði varanleg, en 1974 var hald margra, að olíuverð lækkaði fljótlega aftur. Samdrátturinn í olíunotkun undanfarin ár hefur neytt olíuframleiðsluríki í OPEC-samtökunum til þess að draga úr framleiðslu sinni til þess að koma í veg fyrir verðhrun á olíu. OPEC-ríkin hafa nú ákveðið að takmarka framleiðsluna við 17,5 milljónir tunna á dag, en árin 1976 til 1979 var framleiðslan 30—31 milljón tunna á dag. Framleiðsla annarra ríkja hefur hins vegar aukist á þessu tímabili, úr tæplega 15 milljónum tunna 1976 í 18—19 milljónir á síðasta ári. Mörg ríki utan OPEC hafa lækkað verð á olíu og ýmis ríki innan OPEC, sem hafa framleitt olíu í hærra gæðaflokki og selt á hærra verði en viðmiðunarverð OPEC (verð á olíu frá Saudi-Arabíu), hafa einnig lækkað verðið. Stefna Saudi-Arabíu, sem er lang- stærsta ríkið innan OPEC, hefur hins vegar verið að leggja kapp á að halda verðinu óbreyttu í 34 dollurum fyrir hverja tunnu af hráolíu. Verð á Rotterdam- markaði hefur hins vegar verið mun lægra um langa hríð. Afgangur í utanríkisviðskiptum OPEC-ríkja var 110 milljarðar dollara árið 1980. Áætlað er, að hann hafi minnkað í 60 milljarða í fyrra og á þessu ári gæti hann horfið að mestu. Þetta hefur þegar haft þau áhrif, að ýmis olíusöluríki hafa orðið að ganga á gjaldeyrisforða sinn eða taka erlend lán til að jafna viðskipta- halla. Þetta á til dæmis við um Nígeríu, sem er mikilvægur markaður fyrir íslenskar fiskafurðir. Framvindan á olíumarkaði mun hafa margvísleg áhrif á búskap iðnríkjanna á þessu ári. Síðustu tvö árin hefur útflutningur OECD-ríkja til olíusöluríkjanna aukist mjög mikið, og hefur það átt drjúgan þátt í því, að hagvöxtur hefur þó ekki orðið minni en raun ber vitni. Á þessu ári mun hins vegar draga verulega úr aukningu þessara viðskipta. Á hinn bóginn ætti þróun olíuverðs að hafa áhrif til frekari hjöðnunar verðbólgu, en við það ætti kaupmáttur tekna almennings að aukast og þar með einkaneysla. Ástand á olíumarkaði hefur einnig áhrif á al- þjóðafjármagnsmarkað og á gengi dollars. Undir lok síðasta árs var vonast til þess, að hagvöxtur í ríkjum OECD tæki að glæðast á ný á árinu 1982. Þó var talið, að afturbatinn yrði hægur og hans gætti naumast að marki fyrr en á síðari hluta ársins. Átti það einkurn við um Bandarík- in, en þjóðarframleiðsla þeirra er nær 35% af heildarframleiðslu OECD. Fram- vindan í Bandaríkjunum skiptir því sköpum fyrir þróun heimsbúskaparins. Veruleg óvissa ríkir hins vegar um efnahagsþróun í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að vextir eru enn mjög háir og hætt við að það dragi áfram úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.