Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 8

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 8
8 Vöruútflutningur dróst saman um 1 % í fyrra þótt útflutningsframleiðslan ykist um 1%. Lítil aukning útflutningsframleiðslunnar borið saman við fyrri ár (10% aukning 1980 og 11% meðalaukning 1976—1980) stafaði einkum af því, að framleiðsla sjávarafurða jókst aðeins um 1 lh%, eftir 12% meðalaukningu árin 1976 til 1980. Þarna var því mikil breyting frá því, sem verið hefur undanfarin ár, og er það meginástæða þess, að úr hagvexti dró. Álframleiðsla jókst lítilsháttar og kísiljárnframleiðsla talsvert, en báðar verksmiðjurnar voru þó reknar langt undir fullum afköstum vegna orkuskorts og minnkandi eftirspurnar eftir afurðum þeirra. Vegna hinnar miklu aukningar innflutnings og samdráttar útflutnings varð halli á vöruskiptum við útlönd í fyrra, þrátt fyrir að viðskiptakjör bötnuðu um 1 %. Hallinnvar 196 milljónir króna eða 1 % af þjóðarframleiðslu. Árin 1978 til 1980 var afgangur á vöruskiptajöfnuði. Halli í þjónustuviðskiptum í fyrra nam 812 milljónum króna eða 4% af þjóðar- framleiðslu en árið áður nam hallinn 3,5%. Tekjur í þjónustuviðskiptum jukust verulega og munaði þar mest um mikla tekjuaukningu af samgöngum. Þetta gerði þó ekki betur en vega nokkurn veginn upp aukningu útgjalda, einkum vegna aukinna vaxtagreiðslna af erlendum lánum. Viðskiptahallinn við útlönd nam samtals 1 008 milljónum króna í fyrra eða 5% af þjóðarframleiðslu samanborið við 2,4% halla árið áður. Þetta er mun meiri halli en spáð var á síðasta hausti og er ástæðan bæði ntinni útflutningur en ætlað var en þó einkum mun meiri innflutningur. Þessi halli var meira en jafnaður af innstreymi fjármagns og batnaði gjaldeyrisstaðan unt 435 milljónir króna. Er- lendar skuldir jukust á árinu og námu í árslok 37% af þjóðarframleiðslu. Greiðslubyrði af erlendum lánum óx einnig verulega og varð 17% af útflutnings- tekjum samanborið við 14% árið áður. Verðbólga hjaðnaði talsvert á síðasta ári og var við neðri mörk þess sem hún hefur verið síðustu þrjú árin. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um rúmlega 40% frá upphafi til loka ársins en vísitala byggingarkostnaðar um 45%. Meðal- hækkunin milli ára var hins vegar meiri vegna mikillar hækkunar á síðari hluta árs 1980. Framfærsluvísitala hækkaði um 51 % milli ára og hækkun byggingarvísitölu var svipuð. Þessa hjöðnun verðbólgu (framfærsluvísitala hækkaði um nær 60% frá upphafi til loka ársins 1980) má einkum rekja til efnahagsaðgerða um ára- mótin 1980/81 og lækkunar á gengi Evrópumynta gagnvart Bandaríkjadollar, en það dró úr hækkun innflutningsverðs. Með skerðingu verðbótahækkunar launa um 7% 1. mars í fyrra var lægð sú verðbólgualda, sem reis í kjölfar kjarasantninga haustið 1980. Útlit var fyrir, að með þessari ráðstöfun ásamt öðrum, sem fólust í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, færi verðbólgan niður í nálægt 50% frá upp- hafi til loka síðasta árs. Hins vegar var óvíst hvort verðbólgan hjaðnaði meira nema frekari ráðstafanir kæmu til. Reyndin varð hins vegar sú, að verðbólgan á mælikvarða framfærsluvísitölu varð rúmlega 40'/o, eins og áður sagði. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að gengishækkun dollars gagnvart Evrópumyntum var nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.