Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 12

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 12
12 atvinnu og tryggingu kaupmáttar. V eigamestu aðgerðirnar, sem gripið hefur verið til í því skyni að hægja á vísitöluhækkunum, eru auknar niðurgreiðslur og lækkun tolla. Með þessu er dregið úr ársfjórðungslegum hækkunum framfærsluvísitölu um 3% áfyrri hluta ársins, þ. e. úrum eða yfir 12% í um eðayfir 9%. Þetta dregur einnig úr verðbótahækkun launa og hefur þannig frekari áhrif. Lauslegar áætlanir miðað við þær aðgerðir, sem þegar hafa verið ákveðnar, benda til þess, að hækkun vísitölu framfærslukostnaðar frá upphafi til loka ársins verði um eða yfir 40%, og að verðbólguhraðinn á síðari hluta ársins verði svipaður. I þessari áætlun er ekki gert ráð fyrir áhrifum af nýjum kjarasamningum. Eins og nú horfir, virðist því nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða á árinu, ef verðbólgumarkmiðið á að nást. Þjóðhagsstærðir ársins 1982 eru settar fram á verðlagi, sem rímar við ofangreint markmið um hækkun framfærsluvísitölu. Verðbreytingar þjóðarútgjalda eru hins vegar nokkru meiri en nemur hækkun framfærsluvísitölu, einkum vegna þess að verðlag einkaneyslu hækkar meira en framfærsluvísitala þar sem niðurgreiðslur vega minna í einkaneysluútgjöldum en í framfærsluvísitölu. Einnig hækkar bygg- ingarvísitala meira en framfærsluvísitala. Verðbreyting þjóðarútgjalda er því um 43% frá fyrra ári. Forsendur spárinnar um þjóðarútgjöld og utanríkisviðskipti fela í sér, að við- skiptahallinn á árinu 1982 minnki aðeins óverulega frá fyrra ári og verði 4 '/2% af þjóðarframleiðslu samanborið við 5% í fyrra. Frá því eftir miðjan síðasta áratug voru utanríkisviðskiptin í sæmilegu jafnvægi þangað til í fyrra. Um miðjan áttunda áratuginn var viðskiptahalli mjög mikill eða um 11% af þjóðarframleiðslu. Hann minnkaði síðan verulega næstu árin á eftir eða í um 2% 1976 og 1977 og snerist í afgang á árinu 1978. Ástæðurnar eru fyrst og fremst mikil aukning fiskafla á þessum árum og ör viðskiptakjarabati. Eins og nú horfir, eru engar líkur á að þessi saga endurtaki sig á næstu árum. Auk þess er greiðslubyrði af erlendum lánum meiri nú en áður. Á meðan útflutningsfram- leiðslan eykst ekki að marki er einungis unnt að draga úr viðskiptahalla með því að draga úr þjóðarútgjöídum, neyslu og fjárfestingu. Sú þjóðhagsspá fyrir árið 1982, sem hér hefur verið lýst og nánar er rakin í einstökum köflum ritsins, er í aðalatriðum reist á horfum í þjóðarbúskapnum, eins og þær virðast nú. Óvissuþættir eru margir og flestir eru þeir á þá leið, að þróunin gæti orðið óhagstæðari en hér er lýst. Helstu óvissuþættirnir eru eftirfarandi: Loðnuveiðar gætu stöðvast alveg á árinu en hér er gert ráð fyrir nokkrum afla í haust. Efnahagsþróunin í heiminum gæti orðið óhagstæðari en hér er miðað við. Óvissa ríkir um skreiðarmarkað í Nígeríu. Gengi Bandaríkjadollars gæti fremur lækkað en hækkað á árinu. Olíuverð á Rotterdammarkaði er nú óvenju lágt og langt undir kostnaðar- verði. Þetta eykur hættuna á, að verðið hækki á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.