Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 26

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 26
26 munu líklega hækka heldur meira. Á þeim forsendum um þróun tekna á árinu 1982, sem áður var getið, hefði þetta í för með sér aukna skattbyrði og ráðstöfun- artekjur hækkuðu því minna en tekjur fyrir skatt. Kaupmáttur tekna á síðari hluta ársins mun að verulegu leyti ráðast af niður- stöðum kjarasamninga. Aðgerðir stjórnvalda til frekara viðnáms gegn verðbólgu geta einnig haft áhrif á kaupmátt með einum eða öðrum hætti. Af þessum ástæðum er ekki unnt nú að setja fram spá um breytingu kaupmáttar tekna á árinu 1982. Kaupmáttarþróunin mun hins vegar, þegar til lengdar lætur, fyrst ogfremst ráðast af þróun þjóðartekna. Þjóðarútgjöld Einkaneysla Eins og jafnan á fyrri hluta árs eru niðurstöður um einkaneyslu á nýliðnu ári að mestu fengnar með áætlunum, sem sumar hverjar eru fremur lauslegar, þótt sæmileg vitneskja sé fyrir hendi um ýmsa veigamikla liði. Þá veldur það einnig erfiðleikum, að áætlanirnar byggjast að miklu leyti á tölum um veltubreytingar, sem erfitt er að meta til raunverulegra breytinga í mikilli verðbólgu. í þjóðhagsspá þeirri, sem birt var í aprílmánuði 1981, var gert ráð fyrir að einkaneysla á mann stæði í stað á árinu, en ykist sem svaraði fólksfjölgun um 1 % í heild. Þessi spá var í aðalatriðum miðuð við þær forsendur um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna, að kaupmáttur á nrann héldist óbreyttur að meðaltali milli áranna 1980 og 1981. Fyrstu mánuði ársins 1981 virðist einkaneysla hafa dregist saman miðað við sama tíma árið áður, en þá kom fram verulegur samdráttur að raungildi í verslunarveltu sem og í innflutningi. Á þessu varð hins vegar mikil breyting á öðrurn fjórðungi ársins og frá því í sumarbyrjun gætti afar mikillar veltuaukningar. Þessa óvenjulegu sveiflu nrá einkunr rekja til mikils vertíðarafla svo og þróunar gengismála. Óhagstætt tíðarfar og tímabundinn verkefnaskortur á stöku stað olli því, að atvinna verkafólks og iðnaðarmanna dróst í heild saman á fyrsta fjórðungi ársins auk þess sem verðbætur á laun voru skertar í mars. Á hinn bóginn jókst atvinna frá og með öðrum fjórðungi ársins og tekjur virðast yfirleitt hafa aukist töluvert umfram hækkun kauptaxta. í spám á liðnu hausti var búist við nokkru meiri aukningu einkaneyslu en áður, eða 2%, og var þá einkunr höfð hliðsjón af breytingum á kaupmætti kauptaxta og vísbendingum um þróun tekna. Veltubreytingar yfir sumarmánuðina gáfu raunar tilefni til að ætla að aukningin yrði nreiri, en talið var að úr þeim kynni að draga, meðal annars þar senr innflutningseftirspurn hjaðnaði eftir mitt ár. Þetta fór á annan veg. Innflutnings- eftirspurn jókst á ný og hélst afar mikil á síðari hluta ársins og má rekja þá þróun til hvors tveggja, mikils kaupnráttar og þó enn frekar til framvindu gengismála, sem hafði í för með sér töluvert rninni hækkun innflutningsverðs en innlends verðlags. Loks er nú sýnt, að töluvert hefur dregið úr fjárfestingu heinrilanna í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.