Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 40

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 40
40 tæk jainnflutningi vegna hreinsibúnaðar fyrirtækisins er nú lokið. Á hinn bóginn má búast við auknum rekstrarvöruinnflutningi á vegum fyrirtækisins ef fram- leiðsluáætlanir standast, og sama máli gegnir urn járnblendiverksmiðjuna. Þá er séð fram á mun minni innflutning á vegum Landsvirkjunar en í fyrra. Á þessum forsendum yrði innflutningur þessara sérstöku liða samtals nokkru minni en í fyrra og sýnir spáin um 3% samdrátt. í kaflanum um þjóðarútgjöld hér á undan kom fram, að í heild eru þjóðar- útgjöld talin dragast saman um rösklega 1% á árinu 1982. Að birgða- og bú- stofnsbreytingum frátöldum svo og að undanskildum innflutningi skipa og flug- véla er samdrátturinn ívið minni. Með hliðsjón af fyrri reynslu má ætla, að þrátt fyrir slíkan samdrátt í almennri innlendri verðmætaráðstöfun aukist almennur vöruinnílutningur heldur. Á þessum forsendum svo og á gengisforsendum spár- innar er hér gert ráð fyrir, að án olíu aukist almennur vöruinnflutningur um 1 % frá fyrra ári. Áætlað er að olíuinnflutningur verði í heild heldur minni en í fyrra vegna samdráttar í sölu gasolíu til húsakyndingar og samdráttar í svartolíunotkun loðnubræðslna. Samkvæmt þessu er í spánni gert ráð fyrir, að almennur vöruinn- flutningur verði um 'h'/o meiri að raungildi en í fyrra en í heild haldist magn vöruinnflutningsins óbreytt frá fyrra ári. Forsendur um gengisskráningu á árinu skipta miklu um innflutningsspána, eins og ráða má af þróun innflutnings síðastliðin tvö ár og áður var rætt um. I meginatriðum er við það miðað, að gengisskráningu verði þannig hagað, að verðhlutföll innflutnings og innlendrar framleiðslu haldist svipuð því sem þau voru eftir gengisbreytinguna í janúar síðastliðnum. Verði verðhlutföllin óhag- stæðari fyrir innlendu framleiðsluna en hér er gert ráð fyrir, verður að reikna með meiri innflutningi og meiri viðskiptahalla en hér er gert. Viðskiptajöfnuður — greiðslujöfmtður Samkvæmt bráðabirgðatölum um vöruskiptin við útlönd á árinu 1981 nam vöru- útflutningur 6 536 milljónum króna en vöruinnflutningurinn 6 732 milljónum, hvort tveggja reiknað á f.o.b.- verði. Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd varð því óhagstæður um 196 milljónir króna eða sem nam 1% af þjóðarframleiðslu samanborið við 1 % hagstæðan jöfnuð á árinu 1980. Þessi niðurstaða fyrir síðast- liðið ár er mun óhagstæðari en gert var ráð fyrir í spánr á liðnu hausti og raunar óhagstæðari en áætlað var í desember (sbr. Framvinda efnahagsmála, nr. 4, 1981). Vöruútflutningurinn síðustu mánuði ársins var snöggtum minni en áætlað var vegna minni sjávarvöruframleiðslu á þeim tíma en við var búist og birgðasöfn- unar ááliog sjávarafurðum. Innflutningurinn síðustu fjóra mánuði ársinsvarð þar á ofan mjög mikill. í haustspám var talið að reikna mætti með 620 milljón króna halla í þjónustu- viðskiptunum við útlönd. Hallinn reyndist hins vegar meiri, 812 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Svarar það til 4% af þjóðarframleiðslu sem bera má saman við 3,5% halla á árinu 1980. Nú er áætlað, að tekjur af þjónustuvið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.