Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 53

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 53
53 þriðju og byggingarvísitölu að einum þriðja). Á árinu 1980 var aukningin 65% og minni næstu ár á undan. Peningamagn í þrengra skilningi (M1) jókst um 62% en spariinnlán um 74% og svipuðu máli gegndi um heildarinnlán í innlánsstofnun- um. Á innlánshlið jukust almenn (óbundin) spariinnlán mest en ávöxtun þeirra hefur batnað verulcga síðustu tvö árin. Seðlar og mynt í umferð jukust mjög mikið eða unt 8 1 % og á það rætur að rekja til gjaldmiðilsbreytingarinnar, senr hafði í för nteð sér breytingar á greiðsluvenjum. Hin mikla aukning innlána á sér að ein- hverju leyti þá skýringu, að peningar í innlánsstofnunum njóta nú bættrar ávöxt- unar, en raunvextir innlána hafa ekki verið hærri að meðaltali síðan 1972. Innlán sem hlutfall af þjóðarframleiðslu voru í fyrra rúmlega 27% og hlutfallið hækkaði um 3,5% frá árinu áður og varð hærra en það hefur verið síðan 1973. Frá árinu 1960 fram yfir 1970 var þetta hlutfall á bilinu 35—40%. Þótt þessi mikla aukning innlána í fyrra sé vísbending um, að peningalegur sparnaður sé að aukast'), þá felst í þessu sú hætta að útlán fylgi á eftir, en það hefur neikvæð áhrif á viðskipta- jöfnuð og verðlagsþróun. Því verður erfiðara að stjórna peningamálum við þessar aðstæður. Þetta kont glöggt í ljós í fyrra. Eins og áður sagði, jukust útlán mun hægar en peningamagn og innlán framan af ári, en útlánin færðust síðan ntjög í aukana, þegar leið á árið. Viðbótarbinding innlána hafði vafalaust nokkur áhrif til viðnáms, en hún kom þó líklega of seint til þess að nýtast sem skyldi, þar sem útstreymi fjár úr Seðlabanka var mikið framan af árinu. Á þessu ári verður unnt að beita hinni sérstöku innlánsbindingu mun fyrr, og það hefur þegar verið gert. Reynsla síðastliðins árs sýnir glöggt þann vanda, sem ntiklar erlendar lántökur fela í sér fyrir stjórn peningamála. Gjaldeyrisstaðan batnaði verulega á síðasta ári og þó einkum fram yfir mitt ár, og var það eingöngu af völdum erlendra lána, því viðskiptahalli var talsverður. Við þetta bættist greiðsluhalli ríkissjóðs framan af árinu en það snerist þó við, þegar leið á árið og greiðslustaða ríkissjóðs við Seðlabanka batnaði um rúntlega 70 milljónir á árinu. Hér verður hins vegar að hafa í huga, að mikill hluti erlendra lána rennur til opinberra aðila og staða A-hluta ríkissjóðs við Seðlabanka er því alls ekki einhlítur mælikvarði á áhrif ríkisfjármála á þróun peningamála. Endurkeypt afurðalán jukust frekar lítíð á síðasta ári, en þau hafa oft verið einn meginþáttur peningamyndunar. Eins og áður sagði, voru vaxtaaukalán lögð niður sem sérstakt lánaform á síðasta ári en lánskjör skuldabréfa færð til samræmis við vaxtaaukakjörin. Til samans jukust þessi útlán um 46% á síðasta ári eða mun minna en heildarútlán. Ástæðan er sú, að bankar og sparisjóðir tóku í auknum mæli upp vísitölubundin lán. í lok síðasta árs námu vísitölubundin útlán innlánsstofnana 1 126 milljónum króna eða 18% af heildarútlánum en voru aðeins 254 milljónir í upphafi árs. Samtalsnámu skuldabréfalán og vísitölulán 44% af útlánum í árslok en voru 38% 1) í þessu fólst þó ekki aukning á heildarsparnaði þjóðarbúsins (þ. e. fjármunamyndun og birgðabreytingar að frádregnum viðskiptahalla) heldur einungis breyting á sparnaðarformi. Heildarsparnaður sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu er reyndar talinn hafa minnkað um 2% í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.