Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 57

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 57
57 farið vaxandi. Samanburður tekna og gjalda A-hluta ríkissjóðs, sem er þó ekki einhlítur mælikvarði á ríkisumsvif einsogsíðar verður vikið að, bendir til þessa og kemur fram ntikil aukning á síðastliðnu ári. Hlutfall tekna ríkissjóðs af þjóðar- framleiðslu hækkaði þá um 2% og hlutfall útgjalda um 1%. Innheimtar tekjur A-hluta nárnu 29,7'Xo af þjóðarfamleiðslu árið 1981 samanborið við 27,7% 1980 og28,l% 1979. Þetta hlutfall var um 25'12% að jafnaði árin 1972—1977. Útlögð gjöld ríkissjóðs námu 29,3% af þjóðarframleiðslu áárinu 1981. Hlutfall útgjalda af þjóðarframleiðslu hefur verið mun breytilegra en hlutfall tekna. Hæst hefur hlutfallið orðið 29,9% árið 1975, sem rekja má til hvors tveggja, samdráttar þjóðarframleiðslunnar á því ári og aukningar útgjalda. Er þjóðarframleiðsla jókst árið 1976 lækkaði útgjaldahlutfallið á ný í rösklega 26% en hækkaði svo í nær 28% 1978 og rösklega 29% 1979. Útgjöld jukust minna en nam aukningu þjóðarframleiðslu og hækkun verðlags 1980, en þau jukust svo að mun í fyrra, eins og áður sagði. Tekjuaukning ríkissjóðs á síðastliðnu ári er sérstaklega athyglisverð fyrir þá sök, að hún stafar ekki af hækkun skatta og jafnframt má ætla, að innheimtu- breytingar eigi lítinn hlut að máli. Fyrir álagningu tekju- og eignarskatta í fyrra voru gerðar umtalsverðar breytingar á tekjuskatti einstaklinga og sjúkratrygg- ingagjaldi, í því skyni fyrst og fremst að létta skattbyrði af miðlungstekjum og Iágum tekjum en auka hana á hærri tekjum. Er áætlað, að þessar breytingar hafi fremur leitt til skattalækkunar en hækkunar. Samkvæmt bráðabirgðatölum jókst innheimta tekju- og eignarskatta um tæplega 53% frá árinu 1980 til ársins 1981, innheimta óbeinna skatta jókst um 65% og tekjur aðrar en af sköttum jukust um svipað hlutfall. Þar sem óbeinir skattar nema meira en fjórum fimmtu af heildar- tekjum ríkissjóðs má rekja aukningu heildartekna 1981 til þeirra. Af einstökum liðum óbeinna skatta má helst nefna aðflutningsgjöld, söluskatt ogsérstakt vöru- gjald. Ekki var um neina almenna breytingu tolla að ræða á árinu en á hinn bóginn var innflutningsgjald af bílum lækkað í ágúst og jafnframt varsérstakt vörugjald af ýmsum heimilistækjum fellt niður. í heild jukust gjöld af innflutningi (þar með talið innflutningshluti sérstaks vörugjalds) um 68% í fyrra. Verðmæti almenns vöruinnflutnings jókst hins vegar um 57%. Hlutfall allra innflutningsgjalda af innflutningi hefur þannig aukist úr 22,5% árið 1980 í 24% árið 1981. Hin mikla aukning innflutnings í fyrra hefur þannig skilað ríkissjóði drjúgum tekjum og má skýra allan rekstrarafgang ríkissjóðs árið 1981 með aukningu innflutningsgjalda umfram aukningu innflutnings. Raunar má rekja nær allan tekjuafganginn til hinnar miklu innflutningseftirspurnar síðustu fjóra mánuði ársins. í þessu sambandi má benda á, að afar mikils ósamræmis gætir nú í álagningu innflutnings- gjalda, en það veldur því, að verðhlutföll milli einstakra flokka og tegunda vöru hafa raskast stórlega. Þetta hefur veruleg áhrif á vöruval, og þau áhrif eru oft allt önnur eða miklu meiri en til hefur verið ætlast eða eðlilegt getur talist. Þannig má til dæmis nefna, að skattlagning innflutnings með aðflutningsgjöldum, sérstöku vörugjaldi og jöfnunargjaldi er nú á bilinu frá 0 upp í 140% af innflutnings-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.